Herrakvöld Knattspyruráðs ÍBV föstudagskvöldið 29. Apríl í Akóges

15.Apríl'11 | 12:22
Knattspyrnusumarið 2011 er að fara af stað og því ætla herramenn bæjarins að koma saman og þétta raðirnar fyrir komandi átök. Kári Fúsa og Hjalli ætla að kokka fram frábæra rétti eins og þeim einum er lagið ásamt helstu sjókokkum Eyjanna.
 
Páll Magnússon verður veislustjóri og með honum í för verður engin annar en Halldór Einarsson
betur þekktur undir hafninu ,,Henson“. Sem fyrr verða fastir liðir á dagskrá: Happadrætti, Uppboð og leikmannakynning.
 

Takið föstudagskvöldið 29. Apríl frá og tryggið ykkur miða snemma. Fyrsti leikur ÍBV í Pepsídeildinni
fer síðan fram mánudaginn 2. maí á Hásteinsvelli.
 

Miðaverð 3.900 kr.
 

Hægt verður að nálgast miða í Eyjatölvum frá og með næstkomandi þriðjudegi (19. Apríl).
 
Allar nánari upplýsingar hjá Trausta Hjaltasyni e-mail: trausti@ibv.is eða 698-2632
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.