Bæjarstjóri og áheyrnarfulltrúi kennara ekki sammála um rekstrarfjáraukningu GRV

24.Mars'11 | 13:57

Barnaskóli

Starfshópur sem skipaður var vegna hagræðingar í rekstri fræðslukerfis Vestmannaeyja hefur undanfarnar vikur fundað stíft með hlutaðeigandi aðilum og átt með þeim marga málefnalega og árangursríka fundi. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun þar sem enn er verið að meta þær hugmyndir sem komu upp við þessa vinnu.
 
Þó liggur strax fyrir að starfshópurinn mun ekki mæla með að hætt verði við niðurgreiðslur vegna þjónustu dagmæðra þar sem slík ákvörðun kippir grundvellinum undan rekstri dagmæðra og takmarkar getu foreldra til að snúa aftur á vinnumarkaðinn. Starfshópurinn mælir heldur ekki með því að inntöku barna á leikskóla verði seinkað enda hefur ráðið unnið hart að því að auka þjónustustig Vestmannaeyjabæjar með fjölgun leikskólaplássa. Endanleg niðurstaða starfshópsins mun liggja fyrir um mánaðarmótin mars/apríl. Ráðið samþykkir tillögur starfshópsins.
 
Bókun áheyrnarfulltrúa kennara: Fulltrúi kennara í fræðslu- og menningrráði leggur áherslu á að fram komi að rekstrarfjáraukning GRV síðustu fimm árin var 15% en ekki 29% eins og fram kemur í bókunum ráðsins 2. febrúar 2011. Vissulega er 29% rétt frá 2005 til 2009 en síðustu fimm árin, 2006 til 2010, var rekstrarfjáraukning 15%. Þess má geta að rekstrarfé GRV minnkaði um 5% frá 2009 til 2010. Fulltrúi kennara hvetur ráðið til að vanda vinnubrögð.

Elliði Vignisson bókar:
Margítrekað hefur verið reynt að útskýra fyrir fulltrúa kennara að þegar fjallað er um rekstur er unnið upp úr ársreikningum. Þær tölur sem fulltrúi kennara vill miða við lágu ekki fyrir þegar ráðið fjallaði um rekstrartölur. Þá er einnig ástæða til að benda fulltrúa kennara á að sú lækkun sem verður á rekstrarkostnaði milli áranna 2009 og 2010 á sér fyrst og fremst skýringar í ákvörðun stjórnar Fasteignar hf. um afslátt af leigu en tengist ekki innra starfi á nokkurn hátt.
Brigslanir fulltrúa kennara um óvönduð vinnubrögð eru fráleitar. Ráðið fjallaði um erindið og samþykkti einróma. Í kjölfarið fjallaði bæjarstjórn Vestmannaeyja um erindið og samþykkti einnig einróma. Þrátt fyrir skilning á því að kennarar vilji bæði gæta hagsmuna sinna og faglegarar stöðu skólanna þá vekur það furðu að fulltrúi kennara skuli velja að líta sem svo á að það fólk sem veitir skólunum stjórnunarlega forystu sé ekki að vanda vinnu sína.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).