Tveir Íslandsmeistaratitlar til Óðins á Meistaramóti Íslands

3.Mars'11 | 07:46
Meistaramót Íslands 11-14 ára var haldið um síðastliðna helgi í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum. Ungmennafélagið Óðinn sendi 10 keppendur á þetta sterkasta innanhússmót Vetrarins og stóðu þau sig hreint eins og meistarar, Komu heim með 2 Íslandsmeistaratitla en slíkur árangur hefur ekki litið ljós hjá Óðni í all mörg ár.
Á mótinu voru 397 keppendur skráðir og mátti sjá á mótinu að í hverri grein fyrir sig voru milli 30-70 keppendur mættir til leiks.
 
Árangur okkur eyjamanna var með eindæmum góð
Inga Jóhanna Bergsdóttir sigraði Hástökk stúlkna 12 ára og varð Íslandsmeistari í þeirri grein en hún stökk yfir 1.38cm og átti góða tilraun við 1.42cm, voru 34 keppendur í hástökki. Þess má geta að Inga Hanna átti hreina stökkröð þar til kom að fallhæðinni sinni en þá var hún nú þegar búin að sigra. Með þessum árangri setur Inga Hanna sig í fremstu raðir hástökkvara á landinu og verður virkilega gaman að sjá framfarir hjá henni í hástökkinu. Inga Hanna keppti einnig í Langstökki og náði stökki upp á 3.86m og varð í 13 sæti af 48 keppendum.
 
Til gamans má geta að með þessum sigri og þessu stökki náði Inga Hanna því markmiði að verða betri en þjálfari sinn Karen Inga Ólafsdóttir en hún varð einnig Íslandsmeistari í hástökki á sama aldursári og Inga Hanna og átti sigurstökk upp á 1.36cm, var þetta árið 1988 Er ég einnig nokkuð viss um að þetta stökk sé Vestmannaeyjamet í þessum aldursflokki en það hefur ekki verið bætt frá 1988 að ég held enda minnir mig að ég hafi haldið því þangað til um helgina... en förum betur í það síðar.
 
Grétar Þorgils Grétarsson kom einnig sá og sigraði en þessi hrausti eyjastrákur gerði sér lítið fyrir og varpaði kúlunni 8.98cm og varð Íslandsmeistari í Kúluvarpi 11 ára pilta. Grétar bætti einnig 18 ára gamalt Vestmannaeyjamet sem Árni Óli Ólafsson átti um 1.12 cm. 27 piltar kepptu um titilinn sem Grétar sigraði, og því mikið efni hér á ferð. Grétar keppti einnig í 60m hlaupi pilta og fékk tímann 9,98 og varð 9undi af 23 keppendum sem þýðir að hann rétt missti af úrslitum ( 8 fyrstu komast áfram í úrslit). En frábær árangur þar. Grétar stökk einnig langstökk 3,26m og varð í 17 sæti af 31.
Darri Viktor Gylfason náði frábærum árangri í sínum greinum en hann keppti í flokki 13 ára pilta í Hástökki,langstökki,kúluvarpi og 60m spretthlaupi. Darri varð í 4-5 sæti í hástökki með stökk upp á 1,44 og rétt feldi 1,49m af 36 keppendum. Darri stökk sig svo í 9 sætið í langstökkinu með stökk upp á 4,45m. Hann varpaði kúlunni 8,26m og varð í 14 sæti af 48 keppendum. Svo hljóp hann sig inn í 10 sætið í 60m spretti á tímanum 8.89 sek. En rétt missti af úrslitunum en 44 keppendur voru í 60m hlaupinu. Darri er mjög öflugur og flottur strákur sem við getum átt von á að sjá mikið af á komandi mótum.
 
Bjarki Halldórsson keppti í flokki 14 ára pilta og stóð sig gríðarlega vel, hann hljóp 60m spretthlaup á tímanum 8,22 sek og komst í úrslit sem endaði þannig að hann varð 5 hraðasti pilturinn í 14 ára aldursflokknum. Bjarki keppti einnig í langstökki og náði stökki upp á 4,59 og varð í 6 sæti af 34 keppendum. Bjarki er meðeindæmum hraður strákur og því verður gaman að fylgjast með honum á hlaupabrautinni í framtíðinni.
 
Goði Þorleifsson keppti einnig í 14 ára pilta flokkinum og keppti hann í 60m hlaupi, 60m grindahlaupi, hástökki og langstökki. Í hástökki átti hann stökk upp á 1,49 cm og endaði í 6 sæti af 25 keppendum. Goði komst í úrslit í 60m grindarhlaupi á tímanum 11,78 og endaði í 6-7 sæti, frábær árangur hjá honum þar sem hann er aðeins ný byrjaður að hlaupa grind. Goði hljóp svo 60m spretthlaup á 9,04sek og stökk langstökk upp á 3,68m, svo virkilega fjölhæfur og flottur strákur á ferð.

Sigurður Arnar Magnússon er mikill hástökkvari og spretthlaupari en hann keppti í hvorutveggja í aldursflokkinum piltar 12 ára. Sigurður stökk 1,35cm í hástökki og átti góða tilraun við 1,38cm en hann og Inga Hanna voru í mikilli keppni sín á milli í þessari grein enda æfa þau hana saman. Sigurður varð í 6-9 sæti í hástökki af 22 keppendum og hljóp sig svo í úrstlitin í 60m hlaupinu á tímanum 9,22 sek og varð 8undi. Sigurður á mikið inni og á eftir að sína sig í fleiri greinum á komandi misserum enda var þetta hans fyrst stórmót eins og hjá flestum eyjakrökkunum okkar í ár.

Bjarki Freyr Valgarðsson keppti í 11ára piltaflokknum og stóð sig heldur betur vel en þetta er einnig hans fyrsta mót í frjálsum. Bjarki stökk sig inn í úrslitin í langstökki með stökk upp á 3,54 og varð í 7 sæti af 31 keppenda. Bjarki keppti einnig í Kúluvarpi og náði að varpa henni 6,74m og varð í 11 sæti af 27 keppendum.

Gísli Snær Guðmundsson keppti einnig í 11 ára piltaflokknum og stóð sig rosalega vel, þetta er einnig fyrsta mót sem Gísli Snær tekur þátt í og átti hann vel heima á þessum móti. Gísli keppti í langstökki, kúluvarpi og 60m spretthlaupi. Hann varð í 12 sæti í 60m spretthlaupi á tímanum 10,20 af 23 keppendum, hann varð 14 í langstökki með stökk upp á 3,38m af 31 keppendum, og varpaði kúlunni 5,55m og varð 18 af 27 keppendum.

Margrét Björk Grétarsdóttir keppti í aldrinum 13 ára stúlkur, Margrét keppti í langstökki og 60m hlaupi. Margrét hljóp 60m á tímanum 9,42 sek og stökk 3,96m í langstökki. Margrét er gríðarlega efninleg frjálsíþróttakona en var þó meidd á hnjám þessa helgina,vonandi að það hrjái hana ekki í framtíðinni.
 
Á heildina litið er árangur eyjamanna með eindæmum góð og ekki spillir fyrir að koma loksins heim með tvo Íslandsmeistaratitla. Frjálsar í eyjum eru í miklum vexti enda er mikið lagt upp úr markvissi þjálfun í öllum aldursflokkum og þetta er aðeins byrjunin á því sem koma skal. Ný og bætt aðstaða hefur mikið að segja um hvernig okkur gékk og mun ganga á komandi misserum og því viljum við þjálfarar þakka fyrir okkur.

Þjálfari er mjög stolt af sínum krökkum og vil þakka þeim fyrir skemmtilega og góða helgi í alla staði.

Kveðja Karen Inga, yfirþjálfari hjá Ungmennafélaginu Óðni.

Í Ferðinni var einnig með í för Kristín Sólveig Kormáksdóttir aðstoðarþjálfari og formaður deildarinnar Jóna Björk Grétarsdóttir.
 
 
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).