Þú mátt reyna á þig bróðir og skara fram úr

- tilkynning til Kára Kristjáns landsliðsmanns í handbolta

17.Janúar'11 | 10:20
Við, félagarnir í bræðrafélaginu Vinir Ketils Bónda, höfum tekið eftir því að bróðir okkar Kári Kristján hefur lítið sem ekkert reynt á sig í fyrstu leikjum Íslands á HM í Svíþjóð. Það kemur okkur gríðarlega á óvart, enda Kári þekktur baráttuhundur sem gefst ekki upp þó á móti blási. Eftir mikla yfirlegu okkar bræða þá höfum við komist að rót vandans sem liggur greinilega hjá okkur bræðrunum í Vinum Ketils Bónda. Vandinn er nefnilega sá að í reglum félagsins kveður skýrt á um að bannað sé með öllu að skara fram úr í nokkurri íþrótt, ellegar skal mönnum vísað úr félaginu.
Síðasta sumar, áður en Kári var formlega tekinn inn í bræðrafélagið, spunnust miklar umræður um það hvort landsliðssæti teldist framúrskarandi árangur í íþróttum. Við bræðurnir vorum sammála um að við gerðum meiri kröfur til okkar en svo að meðalmennska í landsliðinu teldist framúskarandi. En allt umfram það væri í besta falli á gráu svæði.
 
Nú er svo komið að reglur þessar eru farnar að reyna á geðheilsu íslensku þjóðarinnar, því öll bíðum við eftir marki frá línumanninum fagra. Til þess að tryggja að Kári okkar geti gefið sig af fullum krafti í verkefni landsliðsins höfum við bræður ákveðið að leggja það til á næsta fundi að Kári fái varanlega undanþágu frá reglu nr. 6.3. Með þessu móti viljum við í Bræðrafélaginu Vinir Ketils Bónda gefa þjóðinni fjölda marka og alla þá gleði sem fylgir því að sjá Kára bróður okkar spila handbolta af fullum krafti.

Kári þú mátt reyna á þig og skara fram úr!

Með baráttukveðjum til íslenska landsliðsins í handbolta
Félagar í Vinum Ketils Bónda
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...