Koma dýpkunarskips tefst fram yfir miðjan janúar

Áætlanir gera ráð fyrir siglingum til Þorlákshafnar næstu daga og jafnvel vikur

sigling.is

27.Desember'10 | 10:11
Síðastliðinn mánuð hefur Landeyjahöfn verið opin. Dýpi í Landeyjahöfn hefur verið nægjanlegt og sandburður lítill. Á annan og þriðja í jólum er spáð að öflug lægð komi að suðurströnd landsins með tilheyrandi öldu úr suðri og suðaustri. Samkvæmt ölduspánni mun ekki verða siglt til Landeyjahafnar þessa daga og óvíst er hvort siglt verði til Þorlákshafnar á annan í jólum. Afleiðingar lægðarinnar verða líklega þær að grynnka muni í hafnamynni Landeyjahafnar og hún lokist þar með. Alls óvíst er hvenær náist að dýpka nægjanlega fyrir Herjólf.
 
 
Sandflutningurinn núna er aðeins 1/8 af því sem hann var í haust sem er mjög jákvætt og aldei að vita að nema að hlutirnir þróist á annan veg en spáð er.
 
Scandia, dýpkunarskip Íslenska Gámafélagsins, átti að hefja vinnu við dýpkun í Landeyjahöfn í byrjun janúar. Skipið átti að fara í skoðun hjá Siglingastofnun í Danmörku þann 15. desember sl. en vegna tafa á viðgerð þurfti að seinka skoðun og fékk skipið ekki úthlutað nýrri skoðun fyrr en 10. janúar nk. Því er ljóst að skipið hefur ekki dýpkun fyrr en um seinnipartinn í janúar.
Scandia er 500 m3 dýpkunarskip sem er bæði með fram- og afturrör og hentar ágætlega til dýpkunar í Landeyjahöfn. Unnið hefur verið að því sl. mánuð að auka afkastagetu þess enn frekar með ísetningu öldujafnara sem gerir skipið hæfara til að vinna við dýpkun í mikilli ölduhæð.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).