Kvikmyndasamkeppni grunnskólanna

Myndband fylgir frétt

1.Desember'10 | 16:36

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Nemendur í náttúrufræðivali GRV tóku þátt í Kvikmyndasamkeppni grunnskólanna sem haldin var í fyrsta sinn fyrir allt landið nú í haust.
Búið er að halda þessa keppni fyrir grunnskólana í Reykjavík í nokkur ár og nú var landsbyggðinni líka boðið að taka þátt. Nemendurnir hafa verið að vinna undanfarið ár með skólum frá Danmörku og Eistlandi í náttúrutengdum verkefnum (Climate-Change-Project). Nemendur frá Danmörku komu í heimsókn nú í september og voru hjá nemendunum okkar í eina viku. Gert var margt skemmtilegt tengt náttúrunni m.a. tekið upp lag (Climate-Change-Song) sem búið var til í tengslum við verkefnið. Sæþór Vídó sá um útsetningu á laginu og Gísli Stefánsson kom síðan með græjurnar sínar í Barnaskólann þar sem lagið var tekið upp og tóku allir krakkarnir, dönsku og íslensku, vel undir og mikil stemning enda frábært lag. Í tengslum við það bjuggu okkar krakkar til tónlistarmyndband sem þeir sendu í keppnina sem haldin var á vegum Senu. Úrslitin voru kunngerð í Smárabíó sl. föstudag þar sem vinningsmyndbönd voru sýnd, m.a. okkar en við lentum í 3ja sæti tónlistarmyndbanda. Rúmlega 30 myndbönd voru send inn í keppnina og voru veitt verðlaun í nokkrum flokkum.
 
 
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).