Kolkrabbinn Páll spáði Breiðablik Íslandsmeistaratitlinum

Gillz bloggar um baráttuna milli Breiðabliks og ÍBV

27.Ágúst'10 | 12:08

gillz

Það þekkja nú flestir kolkrabbann Pál sem vinnur við að skemmta gestum í sædýrasafni í borginni Oberhausen í Þýskalandi. Sagan á bakvið þennan helgáfaða kolkrabba er sú að drukknir starfsmenn sædýrasafnins ákváðu árið 2008 í einhverju rugli að láta Pál tippa á leiki fyrir sig. Þeir létu Pál velja sér skel úr tveimur kössum sem merktir voru Þýskalandi og andstæðingum í væntanlegum landsleikjum.
Páll spáði rétt fyrir um öll úrslit nema eitt, þegar Þjóðverjar og Spánverjar mættust á Evrópumótinu árið 2008. Þá fékk hann sér skel úr glerkassanum sem var merktur Germany en viðbjóðslegu Spánverjarnir unnu það. Páli til varnar þá var hann nýbúinn að missa kolkrabbakærustuna sína og var hálf ringlaður þá kallinn. Páll klikkaði ekki EINU SINNI á HM í sumar.
Ég hringdi í þetta sædýrasafn í síðustu viku og spurði hvað það kostaði mikið að fá Pál til að tippa fyrir mig á leik. Það kostaði ekki jafn mikið og ég bjóst við þannig ég hjólaði í það að sjálfsögðu.
 
Ég sendi starfsmanninum sem sér um búrið hans Pál mynd af ÍBV og Breiðablik og hann sendi mér svo niðurstöðuna í hádeginu í dag. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá myndina var að kansela alla kúnnana í Sporthúsinu og fara upp á Players að bjóra þetta upp. Titillinn er klár!
 
Það kom aldrei til að greina að setja KR í hinn kassann því að þeir munu ekki halda þetta út. Þeir hafa flottan leikmannahóp og flottan þjálfara, en stuðningsmennirnir eru bara það lélegir að þeir munu ekki ná alla leið.
Það kom hinsvegar til greina að setja FH í hinn kassann, en ég hringdi í Tomma frænda sem er Vestmannaeyingur í húð og hár og hann fullyrti það að ÍBV yrði í topp tveimur sætunum í ár. Gunnleifur mágur minn verður kannski ekki sáttur núna, en hann getur rætt þetta við Tomma bara.
 
Ég vil óska öllum Blikum til hamingju og það er bara um að gera að gera sér glaðan dag! Ég persónulega ætla að fagna þessu næstu helgi með station helgi!
 
www.gillz.is
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.