Ný GSM stöð við Landeyjahöfn

22.Júlí'10 | 17:21
Ný GSM stöð frá Vodafone var gangsett í Landeyjahöfn nokkru áður en siglingar Herjólfs færðust þangað úr Þorlákshöfn, þann 20. júlí. Farsímanotkun á svæðinu mun aukast verulega við opnun hafnarinnar og því var nauðsynlegt að auka afkastagetu kerfisins. Þörfin verður mest í kringum verslunarmannahelgina, þegar þúsundir Þjóðhátíðargesta sigla milli lands og Eyja.
Þess má einnig geta að færanleg GSM símstöð Vodafone (sérútbúin kerra) er komin til Eyja, en hún er gjarnan gangsett þar sem von er á miklu fjölmenni til að tryggja okkar viðskiptavinum gott GSM samband þar sem álag á símkerfið er óvenju mikið í stuttan tíma í senn. Færanlega símstöðin verður að sjálfsögðu prófuð ítarlega áður en Þjóðhátíðin gengur í garð, en afkastageta hennar hefur verið tvöfölduð frá því í fyrra sem kemur sér vel þar sem búist er við metfjölda gesta á Þjóðhátíðina í ár.
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).