ÍBV - Selfoss

Ósigrandi vígið Hásteinsvöllur

Upphitun:

23.Júní'10 | 14:10
Á föstudaginn fer fram stórleikur á Hásteinsvellinum þegar nágrannalið okkar og hitt Suðurlands liðið Selfoss mætir ÍBV í 9. umferð í PEPSI-deildarinnar klukkan 20.00
Lið ÍBV og Selfoss eru einu liðin utan höfuðborgarsvæðsins í PEPSI-deildinni og eru þau jafnframt nágranna lið og má kalla leikinn nágrannaslag af bestu gerð, suðurlandskjálfti.
 
 
Selfyssingar hafa gefið það út að þeir ætli að fjölmenna til Eyja og ætla að yfirtaka Eyjuna fögru. Vestmannaeyjingar eru ekki þekktir fyrir að láta taka Eyjuna sína yfir í einu né neinu, hvað þá í fótbolta þar sem öll lið og stuðingsmenn hræðast að koma á vígið Hásteinsvöll og segir saga ÍBV knattspyrnufélags alla sína sögu í þeim málum.
Loftbrú verður á milli á milli lands og Eyja fyrir leikinn og verður fjölmennt stuðingsmannalið frá Selfossi sem kalla sig Skjálfta.
Nokkrar rauðar treyjur frá Selfossi munu ekki koma í veg fyrir að stuðingsmenn ÍBV fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið til sigurs. 
Það verður hvítt yfirbragð yfir Hásteinsvellinum á föstudaginn og mun heyrast ÁFRAM ÍBV um alla Eyju allan föstudaginn.
Liðin hafa mæst 11 sinnum í skráðum leikjum á vegum KSÍ og hefur ÍBV auðvitað betur, með unna sjö leiki en Selfoss aðeins fjóra leiki og 2 jafntefli. 
ÍBV hefur byrjað Íslandsmótið vel í ár og eru í 5.sæti með 14 stig en Selfyssingar hafa verið mun slakari í deildinni og eru í 10. sæti með 7 stig og hafa tapað síðstu 4 leikjum.
Það mun ekkert koma í veg fyrir sigur ÍBV á föstudaginn þar sem lið ÍBV er fanta formi og stuðingsmenn ÍBV hafa verið mjög góðir á öllum leikjum sumarsins má þar nefna leik Grindavíkur og ÍBV þar sem stuðingsmenn fjölmenntu á völlinn og sigurðu lið Grindavíkur innan sem utan vallar.
 
Á vef ÍBV ibvsport.is kemur fram að upphitun í íþróttasal Týsheimilsins kl 19.30 á föstudagskvöld. Léttar veitingar, spjall og ÍBV stemminng.
 
Stelpurnar byrja þó veisluna þegar þær leika gegn ÍA í bikarnum á Hásteinsvelli kl. 16:30. Þannig það er sannkölluð fótboltaveisla á Hásteinsvellinum.
 
Strákanrir taka svo á móti nýliðum Selfoss kl. 20:00 í sannkölluðum grannasalg á Hásteinsvelli. Selfoss byrjaði mótið með stæl og ætla að selja sig dýrt, heyrft hefur af áætlnarferðum frá Selfossi.
 
Eyjamenn eru hvattir til að taka kvöldið frá skella sér í ÍBV gallann og mæta í upphitun í Týshemilinu kl. 19.30
 
Nú gerum við allt vitlaust á Hásteinsvelli!! Shellmót í gangi og stefnir í áhorfendamet á vellinum.
ÍBV getur með sigri endurheimt toppsætið og stimplað sig endalega inn í toppbaráttuna.
 
Fólk er hvatt til að mæta snemma á völlinn og búa til tryllta stemmingu!
 
Ekki láta þig vanta á völlinn á föstudaginn og sýnum hvers vegna ÍBV er stórveldi í fótboltanum innan sem utan vallar. Látum ekki fréttast að Selfyssingar hafi hertekið ósigrandi vígið Hásteinsvöll.
 
ÁFRAM ÍBV.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.