Pása

Hugins bloggar:

14.Júní'10 | 14:29

Huginn VE

Góðan daginn.
Það er búið að vera frekar rólegt hjá okkur nú í morgunsárið, allur afli búin og var lítið að sjá en eitthvað að braggast. Það eru komin eitt og hálft lag í framlestina þannig að okkur vantar ekki mikin afla til að klára frystirýmið. Erum búnir að vera að leita í tæpan sólarhring og sást eitthvað í morgun og er trollið að vinna núna, verður vonandi híft eftir augnablik eða þannig sko og verði gott í.
 
Fjórir fræknu Ágúst Gísli, Ingi, Gunni og Júlli klárir að taka á móti trollinu.
Hér sjáið þið nýja kaffivél sem við höfum í stakkageymslunni, alveg gæðakaffi sem við fáum úr henni. Elvar Páll er hér búin að lesa manuelin og gat því fengið sér kaffi.
ÍBV,ÍBV, Gaman að sjá stöðuna á textavarpinu og vonandi að hún verði svona í sumar, Áfram ÍBV.
Það hefur verið nóg um að snúast hjá HM nefndinni, hér eru þeir að smíða töflu þar sem allir keppendur er með sýn úrslit. Staðan er þannig að eftir 8 leik hefur gæðablóðið hann Óskar Freyr og spekúlant tekið afgerandi forustu með heil 12 stig og þeir Ágúst Gísli og Grímur á Felli eru neðstir með aðeins 2 stig, hinir í HM leiknum eru einhverstaðar á milli. Tekið skal fram að keppendur eru 24 talsins svo það má búast við harðri keppni á topp eða botni.
Kveðja Huginsmenn
 
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.