Engin aðstaða fyrir björgunarbát

10.Júní'10 | 18:25
Vestmannaeyjabær hefur óskað eftir því við Siglingastofnun að útbúin verði aðstaða fyrir björgunarbát í Landeyjahöfn. Hjá Siglingastofnun einbeita menn sér fyrst að því að klára höfnina svo siglingar Herjólfs geti hafist á réttum tíma.
Um tíma kom öskufall í veg fyrir sjúkraflutninga milli lands og Eyja loftleiðina. Hvorki var hægt að fljúga á þyrlu eða flugvél og var björgunarbáturinn Þór notaður til sjúkraflutinga, meðal annars þegar flytja þurfti ófríska konu upp á fastalandið. Þorbjörn Víglundsson er skipstjóri á björgunarbátnum Þór.
 
Vestmannaeyjabær hefur farið þess á leit við Siglingastofnun að útbúin verði aðstaða fyrir björgunarbát í Landeyjahöfn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, segir að þannig aðstaða geti einnig nýst fyrir smábáta.
 
Fréttastofa hefur áður greint frá því að þingmenn Suðurkjördæmis þrýsta á samgönguráðherra að fjármagna gerð smábátabryggju, en umferð smábáta um höfnina er mikil nú þegar.
 
Sigurður Áss Grétarsson, yfirmaður hafnasviðs Siglingastofnunar, segir að allt kapp sé lagt á að gera höfnina tilbúna fyrir áætlunarsiglingar Herjólfs, sem eiga að hefjast 21. júlí næstkomandi. Í framhaldi verði hægt að skoða önnur mál. Hann telur að ekki þurfi að útbúa sérstaka aðstöðu fyrir björgunarbát þar sem ekjubrú Herjólfs verði fjarstýrð og hana megi nota fyrir aðkomu björgunarbáts hvenær sem er sólarhringsins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...