Grasið farið að grænka á Hásteinsvelli og nokkrir dagar í mót

Fram leikurinn í beinni á Stöð 2 sport á þirðjudag

8.Maí'10 | 19:34
Nú fer knattspyrnutímabilið að hefjast og mun Pepsi deidin hefja göngu sína þann 10. maí næstkomandi. ÍBV hefur hinsvegar keppni 11. maí á Laugardagsvelli gegn Fram. ÍBV byrjaði einmitt leiktíðina í fyrra einnig gegn Fram í Laugardalnum og endaði sá leikur með 2-0 tapi. ÍBV byrjaði síðustu leiktíð heldur illa en allir leikmenn voru ekki samankomnir fyrr en seint, eins og svo oft áður hjá ÍBV. Í ár hefur undirbúningur ÍBV verið sá mesti sem menn muna eftir og hafa aldrei verið spilaðir fleiri æfingarleikir fyrir mót, þó árangurinn hafi verið misjafn. Fyrsti heimaleikur ÍBV er á móti Val laugardaginn 15. maí kl 16.00 og hvetjum við alla til að mæta og styðja sitt lið.
ÍBV hefur misst mikilvæga leikmenn úr liðinu eins og Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba, en þeir hafa yfirgefið landið. Bretarnir Chris Clements og Ajay Leitch-Smith sem voru á láni frá Crewe í fyrra og stóðu sig mjög vel er einni mikill missir fyrir liðið en þeir munu ekki leika með ÍBV í sumar. Pétur Run fór í lán til BÍ/Bolungarvíkur, Bjarni Rúnar Einarsson mun leika með KFS og Ingi Rafn Ingibergsson fór í gamla liðið sitt, Selfoss.
 
ÍBV hafa fengið nokkra leikmenn fyrir sumarið og ber það helst að nefna Trygga Guðmundsson sem snýr heim eftir langa fjarveru og verður hann líklega mikilvægur hlekkur fyrir liðið í sumar. ÍBV fékk einnig til sín Ásgeir Aron Ásgeirsson, Finn Ólafsson. Eyþór Helgi verður einnig áfram í láni hjá ÍBV í sumar. Þeir þrír síðastnefndu eru efnilegir strákar sem eiga að öllum líkindum eftir að nýtast liðinu vel í sumar og má nefna að Eyþór Helgi hefur verið raða inn mörkum á undirbúningstímabilinu. Á dögunum samdi ÍBV síðan við sóknarmann frá Úkraníu, Denis Sytink, lofar hann mjög góðu af því sem hann hefur sýnt fyrir liðið.
Hópurinn er þunnskipaður en ÍBV liðið býr yfir gæða leikmönnum og flottum þjálfara sem mun láta liðið spila frábæran bolta og betur eftir því sem liðið nær betur saman.
Enn er þó möguleiki að ÍBV muni bæti við sig leikmönnum, en það mun skýrast á næstu dögum.
Markmið liðsins eru há fyrir sumarið. Þjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur sagt að ÍBV ætli að gera atlögu að Evrópu sæti. Í fyrra endaði liðið í 10.sæti, en liðin í 11. og 12. sæti féllu niður um deild. Má því segja að markmið liðsins séu háleit en vonandi þó raunhæf fyrir komandi leiktíð.
ÍBV hefur alla burði og getu til þess að vera spila meðal þeirra bestu og núna reynir á strákana í liðinu að spila góða knattspyrnu og leggja sig alla fram til þess að uppskera góðan árangur.
ÍBV hefur verið spáð í 10. sæti í sumar af flestum þeim sem spáð hafa fyrir um gengi liða í Pepsi-deildinni en við vonumst nú eftir að ÍBV eigi eftir að sýna í hvað þeim býr og sanna að þeir eigi heima aðeins ofar í deildinni.
 
Eyjar.net mun á næstunni kynna leikmenn ÍBV hér
 
Áfram ÍBV.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...