Hermanni gengur illa að hrista af sér meiðslin

30.Október'09 | 09:36

Hemmi Hreiðars Hermann Hreiðarsson

Það ætlar að reynast landsliðsfyrirliðanum Hermanni Hreiðarssyni þrautinni þyngri að hrista af sér meiðslin. Nú er ljóst að hann verður ekki með Portsmouth-liðinu á morgun þegar það tekur á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni.
Vonir stóðu til að Hermann yrði klár í slaginn í þessum mánuði en hann hefur ekkert spilað með Portsmouth á leiktíðinni. Fyrst lenti hann í því að togna í læri í æfingaleik rétt fyrir tímabilið og meiddist síðan á fæti á æfingu landsliðsins fyrir leikinn á móti Norðmönnum í undankeppni HM.

Hermanns hefur sárlega verið saknað en suðurstrandarliðið situr á botni deildarinnar með aðeins 4 stig eftir tíu leiki.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.