Hermann ekki með í landsleikjunum

3.September'09 | 09:26
Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum en hann meiddist strax á fyrstu æfingu liðsins á þriðjudag.
Fram kemur á heimasíðu KSÍ að það hafi komið endanlega í ljós í gærkvöldi að þessi meiðsli gerðu það að verkum að hann yrði að draga sig úr landsliðshópnum.

Ísland mætir Noregi í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 á laugardaginn og svo Georgíu í vináttulandsleik á miðvikudaginn. Báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli.

Hermann átti við meiðsli að stríða í síðasta mánuði og lék af þeim sökum ekkert með liði sínu, Portsmouth, í upphafi ensku úrvalsdeildarinnar.

Líklegt er að Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari muni kalla á nýjan leikmann í íslenska landsliðshópinn í staðinn fyrir Hermann.


Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.