Örugglega ekkert skemmtilegt sjónvarpsefni

24.Ágúst'09 | 07:54

ÍBV Heimir Hallgrímsson

Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV var ánægður eftir 1-0 sigur liðsins gegn Þrótti í Pepsi-deildinni í kvöld. Eyjamenn hafa fundið taktinn undanfarnar vikur og eru taplausir í síðustu sex leikjum í deildinni.
,,Ég vissi að byrjunin á þessu móti yrði erfið. Við vorum að fá marga nýja menn inn og útlendingar sem voru í fyrra komu seint út af vegabréfsáritunarveseni. Ég vissi að þetta yrði erfitt í byrjun en ég bjóst kannski ekki við að við myndum ná svona fljótt þessum 20 stigum," sagði Heimir í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn í kvöld.

Vindurinn spilaði mikið hlutverk í Eyjum en heimamenn voru með kára í bakið í fyrri hálfleik.

,,Við búum á Íslandi og þetta er kannski eini kosturinn við að eiga ekki knattspyrnuhús, við þurfum að æfa í þessu líka. Þetta var örugglega ekkert skemmtilegt sjónvarpsefni, ég skal viðurkenna það en við fengum ágætis færi í fyrri hálfleik og vorum óheppnir að setja ekki annað markið."

,,Við erum nokkuð góðir að spila á móti vindinum og ég var mjög ánægður með að við fengum vindinn í bakið í fyrri hálfleik. Það var langt síðan að við spiluðum fyrir þennan leik og við vissum að við yrðum ryðgaðir í byrjun en ég hræddist ekkert seinni hálfleikinn."

Eyjamenn eru núna í tíunda sætinu, sjö stigum á undan Fjölni og níu stigum á undan Þrótti en ÍBV á auk þess tvo leiki inni. Heimir vill þó ekki meina að Eyjamenn séu sloppnir við fall þó að hann vonist eftir að geta komist ofar í töflunni.

,,Við höfum verið í sömu sporum og Fjölnir og Þróttur eru í dag og þú skalt aldrei fá mig til að segja að eitthvað sé öruggt. Ég spilaði með ÍBV á þeim tíma þegar að það þurftu tíu leikir að fara eins og við vildum að þeir færu og þeir fóru þannig. Við erum nær þessum liðum og þessum pakka og það væri voðalega gaman að blanda sér í þessa baráttu," sagði Heimir sem telur ÍBV liðið hafa alla burði til að fara ofar í töflunni.

,,Í upphafi móts fannst mörgum spekúluntum það ekki en mér finnst það. Ég treysti þessum peyjum til að halda liðinu uppi og fara jafnvel ennþá lengra. Þá er framtíðin björt hjá okkur," sagði Heimir að lokum við Stöð 2 Sport.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.