Þriðji sigur Eyjamanna í röð í Pepsi-deildinni

9.Ágúst'09 | 21:36
ÍBV er komið á siglingu í Pepsi-deild karla eftir að hafa unnið þriðja leik sinn í röð þegar Fjölnir kom í heimsókn til Eyja í kvöld. ÍBV vann leikinn 3-1 og Eyjamenn eru eftir þennan sigur fimm stigum frá fallsæti í deildinni.

Andri Valur Ívarsson kom Fjölni yfir í upphafi leiks en annan leikinn í röð fengu Fjölnismenn á sig þrjú mörk eftir að hafa komist yfir. Staða Fjölnis er nú slæm eftir tvö töp í röð í sannkölluðu sex stiga leikjum á móti Þrótti og ÍBV.

Viðar Örn Kjartansson jafnaði leikinn aðeins þremur mínútum eftir mark Andra og Andri Ólafsson kom ÍBV síðan í 2-1 aðeins níu mínútum síðar. Það var síðan Tonny Mawejje sem innsiglaði sigurinn í seinni hálfleik.

Undir blálokin fengu Eyjamaðurinn Andrew Mwesigwa og Fjölnismaðurinn Andri Steinn Birgisson báðir sitt annað og þar með rautt spjald.

ÍBV er nú búið að fá níu stig út úr þremur síðustu leikjum sínum eftir að hafa fengið aðeins átta stig úr tólf fyrstu leikjum tímabilsins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...