Blikar unnu í Eyjum og eru með sex stig

13.Maí'09 | 21:22
Breiðablik lagði ÍBV að velli, 1:0, í fyrsta leiknum í 2. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, sem fram fór á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.
Breiðablik er þá komið með sex stig eftir tvo fyrstu leikina en ÍBV hefur tapað báðum sínum leikjum og á eftir að skora mark. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Blika á 52. mínútu. Eyjamaðurinn Andrew Mwesigwa fékk rauða spjaldið í uppbótartíma.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Arnór Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Andrew Mwesigwa, Matt Garner, Tonny Mawejje, Pétur Runólfsson, Andri Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Ajay Leight-Smith, Viðar Örn Kjartansson.
Varamenn: Chris Clements, Yngvi Borgþórsson, Bjarni Rúnar Einarsson, Augustine Nsumba, Ingi Rafn Ingibergsson, Elías Árnason, Elías Ingi Stefnisson.

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Árni K. Gunnarsson, Guðmann Þórisson, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson, Alfreð Finnbogason, Finnur Orri Margeirsson, Arnar Grétarsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Kristinn Steindórsson.
Varamenn: Hrafn Ingason, Haukur Baldvinsson, Elfar Freyr Helgason, Arnar Sigurðsson, Guðmundur Kristjánsson, Guðjón Gunnarsson, Sigmar Ingi Sigurðarson.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.