Athyglisverðar staðreyndir... Fróðleiksbloggið

27.Mars'09 | 06:57

Tryggvi

*Það er hægt að vera náttúrulega ónæmur fyrir hinum ýmsu banvænu sjúkdómum eins og eyðni (AIDS) og Svörtu plágunni/dauða.

* Albert Einstein þáði ekki að verða Forseti Ísraels árið 1952.

*Viltu vita hvenær er verið að ljúga að þér? Þá geturu leitað eftir þessum einkennum:

  • Aukning í hikorðum eins og "uhm" og "sko"
  • Fer í óþarfa eða einkennilega vörn
  • Myndar ekki augnsamband
  • Reynir að vera kaldhæðin/n
  • Talar hratt
  • Fer með fullyrðingar sem stangast á við hvor aðra
  • Óvenjulegar líkamshreyfingar, eins og mikið af handahreyfingum, eða hylja munninn með hendinni

*Mao Tse-Tung sem leiddi Kommúnista til sigurs i Kínverska borgarastríðinu og varð svo æðsti leiðtogi Kína er talinn vera ábyrgur fyrir um 30 milljón dauðsföllum í Kína, sem má meðal annars rekja til hungurs vegna aðgerða sem hann stýrði.

*Líkurnar á því að þú lifir til að verða 116 ára eru 1 á móti 2 milljörðum, það þýðir að í heiminum eru að meðaltali um 3 einstaklingar sem ná þessum aldri á hverjum tíma.

*Börnum sem er gefin brjóstamjólk í æsku eru líklegri til að vera grönn þegar þau eldast en börn sem fá ekki brjóstamjólk.

*Tunga á steypireið vegur meira en fíll. (ekki fuglinn).

*Ef þú lætur rúsinu í glas af fersku kampavíni þá mun hún rísa og falla í sífellu.

*Florida fylki er stærra en England.

*Þú hefur ekkert lyktarskyn á meðan þú sefur

*Dýr éta ekki hræ af dýrum sem hafa lent í eldingu

*Konur enda á því að melta megnið af varalitnum sem þær setja á sig.

*Maðkar éta bara hold ef það er dautt, þetta er ástæðan fyrir því t.d. að þú getur látið maðk éta burt brunnið hold á brunasári. 

 

Jæja njótið vel, af vizku þessari. Svo væri gaman að heyra hvað lesendum finnst áhugaverðasta staðreyndin!

 

Virðing

 Guð Blessi

Tryggvi

http://daystar.blog.is/blog/daystar/

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...