Seinast bjuggum við í eyjum árið 1999 og biðum spennt eftur aldamótaveirunni miklu.

6.Október'08 | 09:13
Eyjar.net hefur verið duglegt að heyra í brottfluttum eyjamönnum og nú ætlum við að heyra í nokkrum nýfluttum eyjamönnum.
Óskar Jósúason og Guðbjörg Guðmannsdóttir voru einmitt í einu af þessu brottfluttu viðtölum, en síðast bjuggu þau í Frederikshavn í Danmörku, hægt er að lesa viðtalið hér.

En nú eru þau flutt aftur á heimaslóðir, nýbúinn að gifta sig og eiga von á barni. Okkur á eyjar.net langaði að heyra í þeim hljóðið og sjá hvað þeim finnst um að vera kominn á heimaslóðir.

Hverja „manna" eruð þið ?
Óskar; Fjölskyldan mín er oft kennd við gamla spítalann. Faðir minn heitir Jósúa Steinar Óskarsson og móðir mín Kristín Eggertsdóttir.
Guðbjörg; Móðir mín heitir Sigríður Hreinsdóttir og faðir minn Guðmann Magnússon.

Atvinna & Menntun ?
Við erum bæði kennaramenntuð og vinnum sem slíkir. Guðbjörg; ég er í fjarnámi með vinnunni og er að læra ljósmyndun.

Hvað er langt síðan þið bjugguð síðast í Vestmannaeyjum ?
Seinast bjuggum við í eyjum árið 1999 og biðum spennt eftur aldamótaveirunni miklu.

Hvað finnst ykkur hafa breyst síðan þið fluttuð og til dagsins í dag ?
Við getum í fljótu bragði ekki bent á eitthvað eitt sem sker úr. Kannski helst hátt húsnæðisverð, verðlag og efnahagsástandið almennt en það á við Ísland en ekki bara Vestmannaeyjar.

Hvað olli þeirri ákvörðun að flytja aftur til eyja ?
Það voru ýmsar ástæður fyrir því. Bæði persónulegar og af fjárhagslegum toga. Húsnæðisverð var og er mjög hátt í borginni, reyndar hefur það hækkað líka óþægilega mikið í eyjum. Í eyjum höfum við okkar fjölskyldu og vini sem okkur þykir mjög mikilvægt að hafa hjá okkur.

Hvaða hlutir við Vestmannaeyjar tölduð þið vera mikilvægasta fyrir ykkur við þá ákvörðun að flytja aftur heim ?
Samfélagið í heild sinni er eiginlega sá hlutur sem okkur þótti hvað mikilvægastur, mikil samkennd. Einnig teljum við Vestmannaeyjar vera góðan kost til að ala upp börn og hafði það mikil áhrif á ákvarðanatöku okkar um hvert við ættum að flytja.

Ef þið horfið í kringum ykkur á brottflutta vini/kunningja, hvað teljið þið að sé að stoppa þau að flytja aftur heim ?
Það gæti verið vegna náms eða vinnu, erfitt að segja.

Sjáið þið einhver ónýtt atvinnutækifæri í vestmanneyjum ?
Við erum kannski ekki alveg fólkið til að spyrja varðandi þessi mál. En við trúum því að í bæjarstjórn sé fólk sem standi sig í stykkinu og vinni í þessu málum. Annars er alltaf hægt að gera breytingar við næstu bæjarstjórnakosningar.

Hvernig leggst kennarastarfið í ykkur ? Eru ungdómurinn í dag jafn æðislegur og ykkar kynslóð ?
Já. Eyjafólk af öllum stærðum og gerðum, óháð hvaða árgangi er alltaf æðislegt. Það er hluti af því að vera frá eyjum, að vera æðislegur. Kennarastarfið leggst mjög vel í okkur. Fyrir utan frábæra nemendur er starfsfólkið í skólanum til fyrirmyndar og það þarf örugglega að leita út fyrir landssteinana fyrir að finna skóla með jafn hátt hlutfall af menntuðum kennurum.

Ef þið gætuð tekið eitthvað þrennt með ykkur frá Danmörku til Vestmannaeyja, hvað væri það ?
Óskar
: Ákveðna fjölskyldu frá Árhus og tvær ákveðnar fjölskyldur frá Odense. Ekki þessa frá Randers, hún er skynsöm og hefur séð ljósið.
Guðbjörg: Vinirnir, veðurfar og HM

Eitthvað að lokum ?
Skórnir hennar Guðbjargar týndust í flutningum því mun Óskar spila í sínum eigin skóm í vetur og alveg án takta og getu.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.