Birkir Ívar Guðmundsson, handboltamarkvörður úr Haukum, á greinilega ekki samleið með Guðmundi Guðmundssyni, landsliðsþjálfara.

31.Júlí'08 | 18:19

Birkir Ívar

Guðmundur hefur ekki kallað eftir kröftum markvarðarins í þeim fimm stórmótum, sem hann hefur verið landsliðsþjálfari.

Birkir Ívar, sem tók þátt í heimsmeistaramótinu í Frakklandi 2001 er Þorbjörn Jensson var landsliðsþjálfari, var ekki með landsliðinu undir stjórn Guðmundar Þórðar í Evrópumótinu í Svíþjóð 2002, HM í Portúgal 2003, EM í Slóveníu 2004, Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og nú á ÓL í Peking.

Hann varði aftur á móti markið, sem aðalmarkvörður, á HM í Túnis 2005 og EM í Sviss 2006 er Viggó Sigurðsson var landsliðsþjálfari og á HM í Þýskalandi 2007 og EM í Noregi 2008 er Alfreð Gíslason var þjálfari.

Guðmundur hefur aðeins valið tvo markverði er hann hefur stjórnað landsliðinu á stórmótum.

Guðmundur Hrafnkelsson og Bjarni Frostason vörðu markið á EM 2002.
Guðmundur og Roland Valur Eradze vörðu markið á HM 2003 og á ÓL í Aþenu 2004. Guðmundur og Reynir Þ. Reynisson vörðu markið á EM 2004.
Björgvin Páll Gústafsson og Hreiðar Leví Guðmundsson verja markið á ÓL í Peking.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.