Leikmaður 11.umferðar - Andrew Mwesigwa (ÍBV)

14.Júlí'08 | 18:05

Liðsmynd ÍBV Karla fótbolti 2008 taka 2

Andrew Mwesigwa var eins og klettur í vörn ÍBV þegar að liðið sigraði Selfyssinga 3-0 í toppslagnum í elleftu umferð fyrstu deildar síðastliðið fimmtudagskvöld. Andrew er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

,,Ég var mjög ánægður með leikinn því ég var ferskur eftir að hafa verið í heimalandinu og náði að skora. Við unnum 3-0 og héldum hreinu," sagði Andrew glaður í bragði þegar að Fótbolti.net ræddi við hann í dag en hann var sérstaklega sáttur með að ná að skora.

,,Ég er ánægður með að skora í öðrum leiknum í röð, ég skoraði þegar að Úganda sigraði Angóla í undankeppni HM þegar ég var í heimalandi mínu í síðasta mánuði og við unnum 3-1. Að skora aftur var gott fyrir mig og tilfinningin var góð."

Andrew hefur einungis leikið fjóra leiki með ÍBV í sumar þar sem hann var rúman mánuð í Afríku að leika með landsliði Úganda í undankeppni HM.

,,Við höfum leikið fjóra leiki, unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað einum. Við erum að gera góða hluti og vonandi komumst við á Afríkumótið og kannski á HM. Þú veist að í fótbolta er ekkert ómögulegt."

,,Við erum í öðru sæti með sjö stig en Benín er í fyrsta sæti með níu stig svo við eigum möguleika ef við vinnum þá í síðasta leiknum sem verður heima í Úganda, Þannig að ég tel að við getum náð þessu."

,,Það var mjög erfitt fyrir mig að vera í Úganda þegar að ÍBV var að spila því að ég veit að þetta er vinnan mín og þetta er félagið mitt en ég gat ekkert gert þar sem þetta voru alþjóðlegir leikdagar hjá FIFA. Ég bað fyrir því að liðinu myndi ganga vel svo að við værum í góðum málum þegar ég kæmi til baka og guði sé lof að ÍBV tókst það."

ÍBV er langefst í fyrstu deild með 30 stig og Andrew vonast til að liðið nái að vinna sér sæti í Landsbankadeildinni.

,,Ég er virkilega ánægður því við erum að spila sem ein heild. Hópurinn samanstendur af leikmönnum sem hafa spilað saman í rúmlega þrjú ár og það skilar góðri frammistöðu liðsins. Ég er virkilega ánægður með að vera í liði sem er á toppnum í deildinni og ég er viss um að við erum að fara að komast í efstu deild í ár, við klúðruðum því í fyrra á einu stigi en ég held að í ár ætti okkur að takast það," sagði Andrew sem kann vel við íslenska boltann.

,,Þetta er góð deild sem gefur góða mynd af nútíma fótbolta þar sem hún er í Evrópu, svo það er gott fyrir mig að hafa komið fyrst hingað áður en ég fer eitthvað annað. Þannig að ef fer til annars félags í Evrópu þá verður ekkert vandamál fyurir mig að aðlagast þar."

Andrew er farinn að læra svolitla íslensku eftir meira en tveggja ára dvöl hér á landi en hann kann vel við sig í Eyjum.

,,Líf mitt í Vestmannaeyjum er fínt og ég er ánægður því fólkið á Íslandi kann vel við mig, sérstaklega fólkið í kirkjunni. Þau eru góð og vingjarnleg," sagði Andrew en hann er ánægður með að hafa landa sinn, Augustine Nsumba, einnig í herbúðum ÍBV:

,,Það er gott að hafa Augustine hér því hann er mér eins og bróðir. Við tölum sama tungumálið og það lætur mig líða eins og ég sé heima hjá mér, ég fæ ekki heimþrá þegar hann er hér," sagði Andrew Mwesigwa, leikmaður 11.umferðar í fyrstu deildinni að lokum við Fótbolta.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.