Goslokahátíðin gengur vel í hæglætis veðri

5.Júlí'08 | 19:39
Það má með sanni segja að veðrið hafi leikið við gesti og gangi á goslokahátíðinni, þó að sólin láti lítið sjá sig þá er hæglætisveður og mikill mannfjöldi samankominn í Vestmannaeyjum.

Myndlistasýningar eru í Kiwanis, Agóges og Vélasalnum og voru þessar sýningar opnaðar formlega í gær.

Í gærkvöldi voru glæsilegir tónleikar í Höllinni og voru eyjalögin sungin og mikil stemning í húsinu og í lokin stóðu allir upp og sungu þjóðhátíðarlagið Lífið er yndisleg.
Gleðin hélt svo áfram um kvöldið í Skvísusundi og voru hljómsveitirnar að spila til klukkan 04:00 og gekk allt samkvæmt óskum. Gæslan var áberandi á staðnum og var lítið að gera hjá henni enda fólk komið til að skemmta sér og öðrum. Einn gisti fangageymslur lögreglunar vegna ölvunar og óláta og tilkynnt var um rúðubrot í Fiska- og náttúrugripasafninu.

Í dag var mikil dagskrá á Stakkagerðistúni þar sem Sparisjóður Vestmannaeyja hélt sinn árlega Sparisjóðsdag. Leiktæki voru fyrir börnin, Sigga og María stýrðu söngkeppni barnanna, kaupmenn í eyjum voru með sölubása og pulsur grillaðar fyrir framan Sparisjóðinn.
Í dag klukkan 16:00 ætla Logarnir að heiðra minningu samferðamanns hljómsveitarinnar Gölla Valda og verður afhjúpað minnismerku í kirkjugarðinum.

Leik ÍBV og KS/Leifturs sem áttu að hefjast klukkan 14:00 var seinkað og hefst leikurinn þess í stað klukkan 16:00.

Volcano Open er í fullum gangi og klárast mótið í dag klukkan 18:00 og lokahóf í kvöld í Golfskólanum.

Mikil tískusýning verður í dag í Eldheimum þegar Eldheimar verða formlega opnaðir klukkan 16:30 og svo er barnadagskrá í kvöld í Skvísusundi.

Myndir frá Goslokahátíðinni má sjá hér

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.