Við teljum okkur geta boðið upp á fyrsta flokks þjónustu bæði hvað varðar verð og gæði

14.Apríl'08 | 10:13

Sæþór Orri

Nýverið var sett á stofn í Vestmannaeyjum fyrirtækið SmartMedia, SmartMedia er margmiðlunarfyrirtæki og er Sæþór Orri Guðjónsson framkvæmdastjóri SmartMedia. Eyjar.net sendu nokkrar spurningar á Sæþór Orra til að forvitnast nánar um þetta nýja fyrirtæki.

Hvernig fyrirtæki er SmartMedia ?
SmartMedia er margmiðlunarfyrirtæki með ýmiskonar auka þjónustu og munum við bjóða upp á eftirfarandi þjónustur:
1.    Vefsíðugerð; Vefuppsetning, þróun sérlausna, uppfærsla á vefum,
hönnun á vefsíðum, endurhönnun á vefsíðum.
2.    Hönnun; Auglýsingagerð, vefbannerar, gerð logo-a, almenn hönnun, vefsíðuhönnun,uppsetning á bæklingum/blöðum og allt tilfallandi.
3.    Hýsing; vefhýsing & e-mail hýsing
4.    Þjónusta; Þarfagreining, markaðsráðgjöf, internetráðgjöf.
5.    Hugbúnaður; Hugbúnaðaþróun og annarra sérlausna
6.   Ljósmyndun: Ljósmyndum af vörum, starfsmönnum, & atburðum (giftingar, fermingar osfrv.)

Hverjir eru eigendur að SmartMedia ehf?
SmartMedia er í 100% eigu 24seven ehf, 24seven einbeitir sér að því að þróa vefconsept og eru nú þegar tvö verkefni í vinnslu sem er að líta dagsins ljós innan tíðar en þau eru einmitt unninn af SmartMedia og okkur fannst þessi tvö fyrirtæki eiga vel saman, rekstrarlega séð.

Á hvaða markaði ætlar SmartMedia að sækja á ?
Við viljum náttúrulega bjóða öllum eyjamönnum og fyrirtækjum að koma í viðskipti við okkur enda teljum við okkur vera samkeppnishæfir við stóru fyrirtækin uppi á landi en persónuleg þjónusta er samt lykilatriði hjá okkur. Það er samt enginn launung á því að við stefnum óhræddir í samkeppni við önnur fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og ætlum okkur að ná í töluverð viðskipti þar.
Þegar allt kynningarefni er klárt frá okkur munu fyrirtækjum og einstaklingum í eyjum bjóðast vefsíður á mjög sanngjörnum verði. Ef að þú eða þitt fyrirtæki er í pælingum varðandi nýja vefsíðu eða viljið uppfæra þá gömlu ekki hika við að hafa samband og heyra hvað við getum gert fyrir þig.

Af hverju að reka fyrirtæki eins og SmartMedia frá Vestmannaeyjum ?
Fyrir það fyrsta þá er vöntun á fyrirtæki í Vestmannaeyjum sem sérhæfir sig í þessari þjónustu sem við bjóðum upp á og vonandi getum við opnað fleiri dyr og möguleika fyrir fyrirtæki í eyjum og þá sérstaklega með tilliti til netverslana þar sem að netverslun á sér enginn takmörk varðandi staðsetningu. Fyrirtæki eins og okkar eru ekki háð staðsetningu og við viljum búa og vinna í eyjum þannig að það kom enginn önnur staðsetning til greina en Vestmannaeyjar.
Við erum við með miklar og stórar pælingar varðandi framtíð þess sem felur í sér töluverða aukningu á starfsmönnum og umsvifum, framtíðarplönin eru að ná að flytja aftur heim menntað og reynslumikið eyjafólk og gefa þeim tækifæri að vinna í metnaðarfullu umhverfi sem sættir sig ekki við neitt annað en hámarksárangur.

Hvernig standa ykkar mál, eruð þið búnir að koma ykkur fyrir í Vestmannaeyjum ?
Nei, ekki ennþá. Höfum verið að skoða ýmis húsnæði sem gætu hentað okkar starfsemi og framtíðarplönum en bæði það að húsnæði eru frekar dýr miðað við ástand þeirra og fjármálamarkaðurinn (lánamöguleikar) eru litlir sem engir. Af öðrum málum hjá okkur þá er það að frétta að öll undirbúningsvinna er langt á veg kominn og mun heimasíðan okkar smartmedia.is líta dagsins ljós á komandi dögum.

Hvernig hafa viðtökurnar verið frá því að þið fóruð af stað ?
Þær hafa verið töluvert betri en við bjuggumst við enda höfum við lítið verið að auglýsa okkur og allt kynningarefni frá okkur er í vinnslu, við höfum nóg að gera eins og er, enda í mörg horn að snúast hjá okkur, erum að taka Xtreme vefumsjónarkerfið okkar í gegn og vinnum nú að því dag og nótt að klára það, en Xtreme kerfið mun skipta bæði um nafn og útlit ásamt því að við munum bjóða upp á fleiri veflausnir.

Hvað er gert ráð fyrir mörgum starfsmönnum hjá SmartMedia á fyrstu mánuðum og hverjir vinna hjá ykkur ?
Til að byrja með þá erum við fjórir sem vinnum hjá SmartMedia en á komandi mánuðum vonumst við til þess að geta fjölgað þeim hratt og örugglega.

Hinir þrír sem starfa hjá SmartMedia eru:
- Kjartan "Vídó" Ólafsson sem starfar sem verkefnastjóri.
- Jóhann Guðmundsson sem er upphafsmaður að Xtreme vefumsjónarkerfinu, en Jóhann mun sjá um að forrita og þróa lausnir fyrir framtíðinna, mikill fengur fyrir SmartMedia að hafa Jóhann innanborðs enda maður með mikla reynslu í forritum og uppsetningu vefsíðna.
- Tomaz Urban er hönnuður og ljósmyndari sem við réðum í síðustu viku en við höfum verið að prófa hann undanfarið til þess að sjá hvað hann getur og vorum við vægast sagt mjög hrifnir getu hans og mun hann án efa láta til sín taka enda gott að fá ferska strauma inn í þennan bransa. Tomaz mun flytja til Vestmannaeyja ásamt unnustu sinni nú í vikunni.

Nú ert þú búsettur í Danmörku, ertu á leiðinni heim til Vestmannaeyja ?
Það er planið að flytja heim enda kominn með fimm manna fjölskyldu. Við erum í byggingarferli núna og erum að vona að allt gangi eftir svo að við getum flutt heim í enda sumars en það eru nokkrir veggir sem við þurfum að klífa og komast fram hjá áður en við getum sagt að við erum flutt.

Af hverju ættu einstaklingar og fyrirtæki að versla við SmartMedia ?
 Við teljum okkur geta boðið upp á fyrsta flokks þjónustu bæði hvað varðar verð og gæði og við vonum að við verðum fyrsti kosturinn í framtíðinni.

Fyrir þá sem hafa áhuga að ná í ykkur, hvernig gera þau það ?
Þegar www.smartmedia.is er komið upp þá er alltaf hægt að fá upplýsingar um það þar, en hægt er að senda email á [email protected], einnig er hægt að senda email á:
[email protected] Sæþór Orri
[email protected] Kjartan Vídó
[email protected] Jóhann Guðmundsson
[email protected] Tomaz Urban

Eitthvað að lokum ?
Okkur hlakkar bara til að fá það tækifæri að starfrækja SmartMedia í Vestmannaeyjum og við vonum að eyjamenn nær og fjær taki okkur fagnandi og leyfi okkur að gera tilboð í þeirra þjónustu, hvort sem það er vefhönnun, auglýsingahönnun, hýsing eða eitthvað slíkt, þá erum við meira en til í að bjóða þér upp á lausnir sem henta þér.

SmartMedia ehf er í eigu 24seven ehf sem á og rekur www.eyjar.net

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).