Skip HB Granda landa kolmunna í Vestmanneyjum

14.Apríl'08 | 16:03

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

Stopp er nú komið í löndun og bræðslu á kolmunna í mjölverksmiðju HB Granda á Akranesi og í raun ríkir óvissa um framhaldið. Samið var við Ísfélagið í Vestmannaeyjum um að þau þrjú skip HB Granda sem lagt hafa upp hjá vinnslunni á Akranesi, Ingunn AK, Faxi RE og Lundey NS, landi hvert um sig einum farmi í Eyjum.

Vilhjálmur Vilhjálmsson deildarstjóri uppsjávardeildar HB Granda segir í samtali við vefinn skessuhorn.is að hagkvæmast hafi verið, til dæmis út frá olíuverði, að skipin lönduðu í Vestmannaeyjum að þessu sinni, enda 10-12 tímum styttri sigling þangað af miðunum en til Akraness. Landað var úr Ingunni í gær, Faxi bíður löndunar og von er á Lundey um helgina. Vilhjálmur segir að löndunarstaður skipanna ráðist af aðstæðum hverju sinni og ekkert sé fast í hendi varðandi framhaldið á vertíðinni.

Ísfélagið í Vestmannaeyjum var tilbúið að greiða 14,80 krónur fyrir kílóið af kolmunnanum, en forsvarsmenn HB Granda buðu sínum áhöfnum lægra verð, eða frá 11,20 upp í 12,50 krónur allt eftir gæðum hráefnisins. Í kosningum sem fram fóru um borð höfnuðu skipverjarnir á skipum þremur nær einróma því verði sem eigendur HB Granda buðu, að því er fram kemur á heimasíðu Verkalýðsfélag Akraness. Þar segir ennfremur að starfsmenn mjölverksmiðjunnar á Akranesi séu ósáttir við þróun mála.

Sjá nánar á www.skessuhorn.is

 

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).