Rétt skal vera rétt

14.Apríl'08 | 11:03

pizza

Í Vaktinni sem kom út í síðustu viku var í texta undir mynd af drengjum að borða pizzu á Sæfelli því haldið fram að líklega hafi aldrei verið pizza borðuð í jafnmikilli hæð í eyjum áður. Við æskuvinirnir og ævintýramennirnir viljum því senda frá okkur þessa fréttatilkynningu til að eyða öllum efasemdum varðandi pizzuát á fjöllum á Heimaey.

Það var í maí 1994 að Þórarinn Sigurðsson (Tóti í Geisla) kom að máli við okkur og hvatti okkur að fara í tjaldútilegu ofan í gígnum á Helgafelli. Sagði Þórarinn við okkur að þarna hafi hann tjaldað í æsku og þarna væri góð laut með grasi sem hægt væri að tjalda í. Þann 21.maí fórum við félagarnir af stað með útilegubúnað og gengum á Helgafellið. Þegar upp var komið kom í ljós að frá því að Þórarinn hafði gist þarna þá hafði komið eins og eitt eldgos og engin graslaut var til að tjalda á. Nú voru góð ráð dýr, við félagarnir ákváðum samt að tjalda enda voru þarna nokkur strá til að tjalda á og sváfum frekar lítið þessa nótt vegna lélegs undirlags, en markmiðinu var náð.

Á laugardagsmorgni þegar við vöknuðum eftir erfiða nótt tókum við upp NMT farsíma sem var meðferðis og pöntuðum við okkur pizzu frá Pizza 67. Í sárabætur fyrir það að hafa sent okkur í þessa svaðilför kom Þórarinn með pizzuna upp á Helgafell og var það í fyrsta skiptið sem Þórarinn gerðist pizzusendill.

Þetta var árið 1994 og því teljum það að við félagarnir höfum verið ekki bara fyrstir til að borða pizzu á Helgafelli heldur telst sú pizza sú hæst étna á Heimaey eftir því sem við komumst næst. Við hefðum auðvitað aldrei borðað þessa pizzu á Helgafelli nema fyrir snarræði sendilsins okkar en það var á þeim árum sem hann óð eld og brennistein fyrir okkur vinina og söknum við þeirra tíma.
 
En rétt skal vera rétt í þessu alvarlega pizzumáli
Kjartan Vídó
Jóhann Sigurður Þórarinsson

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).