Komið undir bæjarstjórn

14.Apríl'08 | 05:26

Grétar Mar

„VANDAMÁLIÐ er að 300 metrum utan við fyrirhugaða höfn er rif, sem brýtur á í tiltölulega góðu veðri. Þess vegna hefði ég haldið að við þessa hafnargerð þyrftu brimvarnargarðar að fara miklu lengra út. Þá erum við ekki að tala um 3,6 milljarða kostnað, heldur 16-18 milljarða, samkvæmt skýrslu Gísla Viggóssonar hjá Siglingamálastofnun," segir Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins.

Hann segir undirskriftasöfnunina ansi seint fram komna, en „það er undir bæjarstjórninni í Vestmannaeyjum komið hvernig hún bregst við. Ef hún skiptir um skoðun í málinu væri mögulega hægt að stoppa þetta af núna".

Grétar segist fylgjandi stórskipahöfn í Vestmannaeyjum og hefði kosið hraðskreiðari ferju, jafnvel tvær, sem sigli milli Heimaeyjar og Þorlákshafnar, sem framtíðarlausn á samgöngum til Eyja. Þá segir hann áhyggjur af flutningi starfsemi þaðan upp á land rökréttar. Ef byrjað sé á Landeyjahöfn yfirleitt verði hún efld í framtíðinni.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).