Að bera saman ólíka hluti

11.Apríl'08 | 13:56

Lóðsin

Miklar umræður hafa átt sér staða síðustu daga um samgöngumál Vestmannaeyja og fyrirhugaðar framkvæmdir við Bakkafjöru og um þá höfn sem áætlað er að reisa þar.
Þessar umræður eru líflegar og sitt sýnisti hverjum enda samgöngumál sá málaflokkur sem að skiptir eyjamenn hvað mestu máli í dag.

Á síðasta ári fóru bæjarfulltrúar V-listans í ferð á Lóðsins upp að Bakkafjöru til að kanna þar aðstæður og fékk Lóðsins á sig brot er hann var um 30 metra fyrir utan áætlaðan hafnargarð. Miklar umræður urðu í kjölfar þessara ferðar og t.d. var rétt um stærð Lóðsins á móti stærð fyrirhugaðrar ferju í hlutföllum við brotið sem Lóðsins fékk á sig.

Í dag barst okkur á netfangið [email protected] teikning sem að Jóhann Jóhannsson eða Jói Listó hefur gert og sýnir stærðarhlutföll Lóðsins og fyrirhugaða ferju sem sigla á milli lands og eyja.
Á teikningunni má sjá teikningu á af Lóðsins sem er 24 metrar á lengd, teikningu af gamla Kap VE sem er 40 metrar á lengd og teikningu af nýjum Herjólfi eftir gögnum frá Siglingamálastofnun en fyrirhugaður Herjólfur er teiknaður 65 metra langur. Á teikninguna er teiknuð 5 metra alda en talið er að brotið sem kom á Lóðsin á síðasta ári hafi  verið alda um 5 metra há.

Teikningu Jóa Listó má sjá hér
Myndbandið af ferð Lóðsins má sjá hér

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).