Margrét Lára skoraði í sigri Íslands á Póllandi í gær

6.Mars'08 | 07:08

Margrét Lára

Ísland vann í gær sigur á Póllandi í fyrsta leik liðsins á Algarve Cup á Portúgal. Dóra Stefánsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk leiksins í síðari hálfleik. Leiknum lauk því með 2-0 sigri Íslands.

 

Eftir því sem kemur fram á heimasíðu KSÍ var Ísland hættulegri aðilinn í leiknum. Margrét Lára átti gott færi strax í upphafi leiks en pólski markvörðurinn varði vel frá henni.

Þá átti Katrín Jónsdóttir skalla rétt yfir markið og Dóra átti einnig skot að marki sem markvörður Póllands varði.

Staðan í hálfleik var því markalaus en Dóra skoraði mark Íslands á 58. mínútu. Margrét Lára lagði boltann fyrir hana og skoraði Dóra í kjölfarið með skoti utan vítateigs.

Margrét Lára skoraði svo sjálf síðara markið eftir að hafa komist ein í gegnum vörn Pólverja. Markið kom á 81. mínútu en skömmu áður hafði hún átt skot í stöng en af stönginni hrökk boltinn til Rakelar Hönnudóttur sem skaut einnig í stöng.

Varamaðurinn Sara Björk Gunnarsdóttir komst einnig í gott færi en markvörður Póllands varði vel frá henni.

Sú nýbreytni var í leiknum að sex dómarar störfuðu við hann. Aukadómararnir tveir voru staðsettir fyrir aftan sitt hvort markið og einbeittu sér að brotum innan vítateigs.

Þetta kerfi verður svo notað á öllum leikjum á HM U20-landsliða kvenna sem fer fram í Chile síðar á árinu.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.