Mér hefur alltaf þótt gaman af þáttunum

3.Mars'08 | 07:24

Í dag birtum við viðtal við parið Óskar Jósúason og Guðbjörgu Guðmannsdóttur. Þeir eru búsett í Fredrikshavn í Danmörku þar sem Guðbjörg er atvinnumaður(kona) í handbolta með liðinu Fox Team. Eyjar.net sendu nokkrar spurningar á þau til að forvitnast um líf þeir í Danmörku og hvernig þau sjá framtíðina fyrir sér.

Nöfn:
Guðbjörg Guðmannsdóttir og Óskar Jósúason

Fjölskylduhagir:
Við erum svo gæfurík að eiga frábærar fjölskyldur beggja megin við okkur. En annars erum við skötuhjúin bara tvö í okkar litlu fjölskyldu.

Atvinna & Menntun:
Guðbjörg: Ég er mennataður kennari. Núna er ég atvinnukona í handbolta þar sem ég spila með Fox team Nord auk þess að vera í afleysingum í frístundarheimili.
Óskar: Ég er einnig menntaður kennari og er að vinna í frístundarheimili auk þess að vera þjálfari fyrir 12-14 ára stráka í fótbolta.

Búseta:
Við erum búsett í Danmörku, nánar tiltekið Frederikshavn, lítill kósý bær á norður Jótlandi.

Mottó:
Það fer eftir því hvaða dagur er ;)  Almennt reynum við að nýta hvern dag til hins ýtrasta og  hafa gaman af lífinu. Lifa lífinu.

Hvað varð til þess að þið fluttuð til Danmerkur:
Guðbjörg: Það var búið að vera draumur minn í langan tíma að spila handbolta í einni af bestu deild í heimi og þess vegna varð Danmörk fyrir valinu. Einnig langaði okkur að prufa eitthvað nýtt, læra tungumálið betur og upplifa nýjar aðstæður.

Óskar: Mér hefur alltaf þótt gaman af þáttunum "the footballers wife", þannig að "handballers husbands" hljómaði ekki svo illa ;)

Hvernig líður ykkur í Frederikshavn:
Við erum mjög sátt við lífið hérna í Danaveldi og Frederikshavn er mjög vinalegur bær. Það er margt sem Íslendingar mættu læra af Dönum og öfugt. Það er allt miklu afslappaðra hér heldur en á Íslandi og ekki eins mikið lífsgæðakapphlaup.

Er mikil munur á Frederikshavn og Vestmannaejum:
Í fljótu bragði mætti segja að þessir bæjir ættu eitthvað sameiginlegt en þegar betur er að gáð verður munurinn alltaf meiri og meiri. Frederikshavn hefur töluvert betri samgöngur en Vestmannaeyjar. Hér byrjar E45 þjóðvegurinn í Evrópu sem endar í suður Ítalíu ásamt ferjusiglinum sem ganga bæði til Noregs og Svíþjóðar.

Eru Danirnir "lige glad":
Kannski ekki alveg en þeir forgangsraða aðeins öðruvísi en við Íslendingar.

Nú spilar þú Guðbjörg með Fox Team, myndirði segja að það væri mikill munur á deildinni í Danmörku og á Íslandi:
Já það er mikill munur að mínu mati. Hér er ég að fá tækifæri til að spila á móti einum af sterkustu leikmönnum heims. Það er ekki eitthvað sem maður gerir á hverjum degi. Deildin heima er þó alltaf að verða sterkari en það er þó langt í land í samanburði við Toms Leaguna.
 
Hvað hefur þú verið að gera Óskar í Danmörku þann tíma sem þið hafið búið þar:
Ég hef verið að vinna en um leið að "læra" dönskuna. Börnum er greinilega alveg sama hvort maður skilur þau eða ekki. Eins lengi sem maður er að hlusta.
 
Fariði oft til eyja:

Við reynum að fara eins oft og við getum. Við förum oftar en margir en líka sjaldnar en margir.

Teljiði það hafa mótað ykkur sem einstakling að hafa alist upp í eyjum:
Okkur langar að trúa að eyjarnar hafi haft einhver áhrif á okkur.

Tenging við eyjarnar í dag:
3/megabit ;) Fjölskylda og vinir okkar eru búsett í eyjum og reynum við að heimsækja þau eins oft og við getum þegar við erum á landinu.

Fylgist þið með því sem er að gerast í Eyjum:
 Já, að sjálfsögðu. Internetið er frábært verkfæri sem færir okkur nær því sem er að gerast í eyjum. Við skoðum eyjafréttamiðlana daglega og fylgjumst þannig með framgangi mála.

Hvernig finnst ykkur staða Vestmanneyja í dag:
Við skynjum ákveðna bjartsýni yfir eyjunum í dag og því teljum við stöðuna góða.

Hvar finnst ykkur sóknarfærin liggja fyrir Vestmannaeyjar:
Það væri möguleiki á að setja upp íþróttaakademíu í eyjum. Knattspyrnuhús með gervigrasi í fullri stærð myndi hjálpa verulega til og líka fyrir aðrar íþróttagreinar. Það mætti svo í sameiningu við íþróttaakademíuna og Vestmannabæ útbúa skipulagðar íþróttaferðir á eyjuna. Svo mætti líka huga að tölvu- og netmálum með það í huga að geta fengið fleiri slík störf á eyjuna.

Hvernig sjáið þið næstu 10 ár í þróun eyjanna:
Hún verður alveg örugglega góð. Samgöngur munu batna og því mun yngra fólk flytjast á eyjuna. Íbúafjöldi mun ná jafnvægi og jafnvel stíga örlítið upp aftur.

Sjáið þið fyrir ykkur að á næstu árum að flytja til eyja (af hverju/af hverju ekki):
Já alveg tvímælalaust. Heima er það sem hjartað liggur og okkar liggur í eyjum.
 
Eruð þið hlynnt Bakkafjöruhöfn ?
Bakkafjöruhöfn gæti verið góð lausn fyrir þá sem ekki þora að keyra göngin.
 
Ef að fólk vill fylgjast með ykkur eða hafa samband við ykkur, hafið þið email eða eruð með heimasíðu ?
Við reynum eftir bestu getu að skrifa, blogga, um ævintýrin okkar á www.123.is/danirnir  Á þessari síðu er svo að finna símanúmerin okkar, margir sem vita það ekki.
 
Eitthvað að lokum ?
Við biðjum um okkar bestu kveðjur til ættingja og vina í eyjum ;)

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).