Helstu verkefni lögreglu frá 25. febrúar til 3. mars 2008.

3.Mars'08 | 16:05

jeppi

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og um helgina við að koma fólki á milli staða vegna þess óveðurs og ofankomum sem gekk yfir eyjarnar um helgina. Alls bárust lögreglu á milli 70 og 80 beiðnir frá fólki um að komast á milli staða, af þeim var á milli 40 og 50 beiðnir um að komast í Herjólfi á sunnudagsmorgun.
Mikil ófærð var á götum bæjarins á sunnudagsmorgun og naut lögreglan aðstoðar Björgunarfélags Vestmannaeyja við að koma fólki á milli staða. Auk Björgunarfélagsins voru menn á vel búnum jeppabifreiðum fólki til aðstoðar við að komast leiðar sinnar. Stafsmenn Vestmannaeyjabæjar reyndu eftir fremsta megni að halda götum bæjarins opnum á sunnudagsmorgun en gekk það erfiðlega sökum ofankomu og fannfergis.

Þrír ökumenn voru sektaðir vegna brota á umferðarlögum í vikunni sem leið og var í öllum tilvikum um að ræða ólöglega lagningu ökutækis en ökumenn höfðu lagt öfugt miðað við akstursstefnu. Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni og var í tveimur tilvikum um árekstur á gatnamótum að ræða og í tveimur tilvikum um útafakstur að ræða. Öll þessi óhöpp er hægt að rekja til þeirrar ófærðar sem verið hefur á götum bæjarins undanfarana daga.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á aug[email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).