Haukar unnu góðan sigur á ÍBV 32-28 á heimavelli í N1 deild karla.

11.Febrúar'08 | 06:09

Siggi Braga

ÍBV byrjaði betur í leiknum og komst m.a. í 1-4 en þá var sem Haukar vöknuðu loks til lífsins og náðu fljótlega yfirhöndinni og leiddu 15-10 í hálfleik.

Haukar byrjuðu betur í seinni hálfleik og náðu mest sjö marka forystu en Eyjamenn voru ákvenir í að gefa Haukum ekkert í þessum leik og náðu að hleypa Haukum aldrei of langt frá sér og varð niðurstaðan sú að Haukar unnu fjögra marka sigur 32-28 eins og áður sagði.

Haukar virkuðu kæruleysir í þessum leik og´vantaði allan neista og grimmd í þeirra leik.  Bestir í liði Hauka voru "Eyjamennirnir" Gísli Guðmundsson markvörður og línumaðurinn Kári Kristjánsson.

Eyjamenn áttu góðan dag í dag og sýndu það að þeir geta vel unnið leiki í deildinni er þeir mæta með rétta hugarfarið í leiki og halda einbeitingu út allan leikinn eins og þeir gerðu nú.  Sigurður Bragason var yfirburðamaður í liði ÍBV og hélt sóknarleiknum algjörlega á floti. 

Markaskorarar Hauka voru:

Kári Kristjánsson 7, Andri Stefan 5, Jón Karl Björnsson 5, Elías Már Halldórsson 3, Sigurbergur Sveinsson 3, Gísli Þórisson 3, Freyr Brynjarsson 2, Arnar Pétursson 2 og Gunnar Berg Viktorsson 2.

Gísli Guðmundsson varði 22 skot og Aron Rafn Eðvarsson varði 1 skot.

Markaskorarar ÍBV voru:

Sigurður Bragason 14, Sergey Trotsenko 6, Zilvinas Grieze 3, Leifur Jóhannesson 2, Nikolaj Kulikov 2 og Brynjar Karl Óskarsson 1.

Kolbeinn Árnason varði 11 skot.

Áhorfendur voru í kringum 100.

Dómarar voru þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson.

Eftirlitsmaður var Guðjón L. Sigurðsson.

www.handbolti.is greindi frá

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.