Hvílíkt úrval...

10.Febrúar'08 | 11:31
Það er greinilegt að það er kominn algjör uppgjafatónn í þá sem halda tónleika hérna á Íslandi og eina sem virðist vera á næstunni hérna á Íslandi eru copy/paste tónleikar sem eru að mínu mati oftar en ekki agalega hallærislegir, svo ekki sé meira sagt. Ekki má svo gleyma fáránlega verðinu á svona tónleika sem hljóma uppá 9000 kr. eða meira. Það eru mikil vonbrigði að á síðasta ári fór ég á aðeins tvo tónleika, Incubus og Chris Cornell. Báðir þessir tónleikar voru mjög góðir og synd að úrvalið að frábærum tónleikum skuli ekki vera meira. Auðvitað eru einhverjir einstaklingar sem finnst frábært að fá Whitesnake, Toto, Deep Purple og Jethro Tull, en því miður er ég bara alls ekki sömu skoðunar. Ég held að það sé hreinlega bara orðinn spurning að fara að flytja þetta inn sjálfur vegna þess að það virðist ekkert vera framundan, bara alls ekki neitt !
Svona til gamans gert þá fór ég á google og skrifaði tónleikaferðir 2008, ástæðan fyrir því var sú að ég vildi sjá hvort að einhver af ferðskrifstofunum væri að bjóða uppá einhverja skemmtilega tónleika. Ég sá þarna tónleika með Foo Fighters og Radiohead sem ég væri alveg til í að fara á en svo vakti það furðu mína þegar ég sá að það var boðið uppá tónleika með Bruce Springsteen og Celine Dion en það var uppselt í báðar þær ferðir, why ? Ég t.d. skil ekki hvers vegna það hafa ekki verið gerðar ferðir í kringum Queens of the Stone Age og Smashing Pumpkins tónleikana í Kaupmannahöfn, flugið er ekki svo dýrt og þar að auki er miðinn á báða þessa tónleika um 4500 kall...semsagt á sitthvora. Ég meina fyrst að það er til fullt af fólki sem langar á Sálina og BÓ í Kaupmannahöfn hljóta að vera til 50-100 hræður sem langar á QOTSA og Smashing.

Ef að ég ætti að skipuleggja svona tónleika fyrir ferðaskrifstofu myndi ég skoða tónleika í London, Kaupmannahöfn og jafnvel í Ósló. Það er alveg ótrúlega mikið af skemmtilegum tónleikum í þessum borgum viku eftir viku, jafnvel tveir tónleikar með stuttu bili og flugið gæti verið ódýrt. En áhuginn virðist liggja í því að koma íslenskum hljómsveitum út til London eða Kaupmannahafnar og bjóða svo ferðir á það. Hver sem ástæðan er fyrir þessu skil ég ekki fólk sem leggur í svona ferðir...bara alls ekki. En verði þeim svo sannarlega að góðu því ekki langar mörgum sem ég þekki á svona tónleika.

En þetta er mín skoðun...kannski eru augu mín lokuð fyrir svona frábærum tónlistarmönnum eins og Björgvini Halldórssyni, Sálinni, Ný Dönsk og fleirum. Bið að heilsa í bili og hafið það gott !

 

 http://hvitavonin.xblogg.is/

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...