En þetta er ekki bara einhverjum einum að kenna heldur heildinni

9.Febrúar'08 | 05:34

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Eins og fólk hefur tekið eftir þá hefur verið mikið í umfjöllun dyraverðir og framhaldskólaböll.
Ég sjálfur hef bæði starfað sem dyravörður á 18ára stöðum og svo líka framhaldskóla dansleikjum.

Þegar dyraverðir lokuðu húsinu á balli hjá NFFÍV þá fór bara allt úr böndunum, ég veit það að stundum  koma upp kvöld sem allir eru æstir og slagsmál og læti brjótast út. Þetta gerist ekki bara á Framhaldskóla skemmtunum,  ég er  búin að vera viðriðin þessa dansleiki hjá NFFÍV í líklega í 2 ef ekki 3 ár ég hef bæði starfað sem dyravörður en þó oftast sem yfirdyravörur.
Það mega allir deila um það hvort eigi að loka skemmtunum þegar svona gerist, sjálfur var ég á staðnum þegar þetta gerðist og fannst mér þetta allt vera komið í gott horf þá var bara lokað húsinu. Jú það er rétt að yfirdyravörður hefur rétt a því að slúta dansleik sem hann er yfir ef hann telur sig ekki hafa tök á þessum skemmtunum.Ég veit það ekki en ég  hef verið kýldur og allskonar dót skeð en maður gerir þannig séð ekkert í þv.
 
Og það vita það allir þeir sem komu að þessum dansleik hjá NFFÍV að þetta var ekki bara dyravörðunum að kenna eða bara NFFÍV. Þetta var kannski 1 ball af mörgum sem eitthvað svona skeður, sjálfur hefði ég sennilega lokað staðnum hefði ég misst tök á þessu öllu saman. En mér syndist þetta of hörð viðbrögð að slúta þessu en það verður hver að meta það fyrir sig.
Og já Jónas það er alveg rétt  að við sem störfum sem dyraverðir fáum aðkast og fólk segir ýmislegt um okkur það er bara hluti af þessu starfi.
 
Eins og lesendur eyjar.net hafa kannski lesið  þá var seinasti Dansleikur NFFÍV  frábær og ekkert varð til þess að fólk var með leiðindi.
 
En þetta er ekki bara einhverjum einum að kenna heldur heildinni, eins og sagt er þá eiga allir í skóginum að vera vinir,
 
 
Vonandi verða þessi mál bara úr sögunni efir þessa umræðu en vildi ég bara koma þessu á framfæri
 
 
Guðjón Örn Sigtryggsson
Með gilt starfsleyfi sem dyravörður

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.