Olíufélögin sköðuðu Vestmannaeyjar verulega, skylda okkar að gæta hagsmuna sveitarfélagsins

8.Febrúar'08 | 12:21

Elliði

Nú liggur það fyrir að Hæstiréttur hefur dæmt olíufélögin þrjú, Ker, Skeljung og Olís til að greiða Reykjavíkurborg tæpar 73 milljónir króna í bætur vegna tjóns sem borgin varð fyrir vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna. 

Eins og áður hefur komið fram teljum við hjá Vestmannaeyjabæ einsýnt að olíufélögin hafi með samráði valdið sveitarfélaginu verulegum fjárskaða með ólögmætu samráði við gerð tilboða vegna útboðs okkar þann 14. apríl 1997 vegna eldsneytiskaupa Bæjarveitna, Áhaldahúss og Hafnarsjóðs.  Við þetta bætist að verðsamráðið hefur valdið  íbúum bæjarins og fyrirtækjum, einkum sjávarútvegsfyrirtækjum verulegu  tjóni.

Búast má við því að krafa Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum nemi allt að 30 milljónum króna sem er sá afsláttur sem reikna má með að Vestmannaeyjabær hefði fengið af keyptu eldsneyti frá maí 1997 til loka árs 2001 ef ekki hefði verið um samráð að ræða.

Stefna okkar byggir á því að í gildi hafi verið samkomulag milli olíufélagana um að skipta á milli sín framlegð vegna viðskipta Vestmannaeyjabæjar og eins af olíufélögunum.  Gögn benda til að samkomulagið hafi verið í gildi frá 1997 til 2001.

Ég tel það því algera skyldu okkar að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í hvívetna í þessu máli og því hef ég falið lögmanni okkar að birta olíufélögunum stefnu vegna þessa máls nú um hádegið í dag.

http://ellidiv.blog.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...