Netsvar - upplýsingaveita fyrir alla

8.Febrúar'08 | 11:36

hlíf

Heimili og skóli hefur  rekið vakningarátak um örugga og jákvæða notkun Netsins og annarra nýmiðla.  Verkefnið sem heitir SAFT og stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni, miðar að því að auka öryggi og ánægju barna og foreldra á notkun Nets og nýmiðla.

 

Í stað þess að miðla hræðsluáróðri er lögð áhersla á að fræða börn og fjölskyldur, kennara og í raun samfélagið allt um hvernig við getum notið þeirra óendanlegu möguleika sem Netið og önnur ný tækni býður upp á.  Við höfum lagt ríka áherslu á að hver og einn notandi temji sér ákveðnar "umferðarreglur" í umgengni við þessa tækni, s.s. eins og að gæta að því hvaða persónuupplýsingar við gefum upp í samskiptum við ókunnuga og hvernig við komum fram hvert við annað  í netheimum.

Í lok síðasta árs opnaði Heimilli og Skóli nýja heimasíðu www.netsvar.is, í samvinnu við Póst- og fjarskiptastofnun og Barnaheill. Netsvar er hjálparlína þar sem börn, foreldrar, kennarar, ömmur og afar og aðrir áhugasamir, geta fengið svör við spurningum sem kunna að vakna í daglegri umgengni um Netið og aðra nýmiðla. Niðurstaða SAFT rannsóknar sem var gerð á árinu 2007 sýnir að brýn þörf er á þessum upplýsingum þar sem rúmlega 60% barna vilja líka fá upplýsingar um öryggi á Netinu frá foreldrum sínum og 49% barna segjast læra mest um Netið hjá foreldrum.

Það er með Netið eins og margar aðrar nýjungar að yngra fólkið er oft fljótara að tileinka sér hlutina en þeir eldri og margir foreldrar tala um vanmátt sinn þegar kemur að því að fylgjast með því sem börnin eru að gera á Netinu.  Í sömu könnun kom fram að 66% foreldra telja að þeir þurfi frekari upplýsingar um öryggi á Netinu til að geta sett viðeigandi reglur um notkun og fylgst með því sem börnin þeirra eru að gera.  Á netsvari.is  er hægt að nálgast upplýsingar um flest allt sem viðkemur tölvunotkun barna og unglinga s.s. um tölvuleiki, farsíma, msn, spjallsíður og margt fleira og þeir sem finna ekki svör við sínum spurningum geta sent fyrirspurn til SAFT.  

Kynnumst því hvað börnin okkar eru að gera á Netinu - með þekkingu getum við stuðlað að jákvæðri og ánægjulegri netnotkun þeirra.

Hlíf Böðvarsdóttir
Verkefnastjóri SAFT

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.