Hvert stefnum við?

8.Febrúar'08 | 07:21

Gísli Foster

Þetta finnst mér athyglisverð umræða. Búin að ganga í gegnum mikið af þessu með ÍBV í gegnum árin

 - hvar á að draga mörkin varðandi útlendinga, aðkomumenn eða heimamenn. Á árangurinn að sitja í forgrunni? Hvað á að leggja undir? Á að leggja mikla áherslu á unglingastarf ef að svo þegar í meistaraflokkana er komið er bara verið í því á fullu að kaupa leikmenn, sjáið t.d. hvernig þetta er í fótboltanum. Eru margir ungir uppaldir Valsmenn að koma í gegn hjá Íslandsmeisturunum t.d.? Hver er staðan hjá ÍBV, KR, Fylki Fram og öllum þessum liðum? Er þetta ekki orðið þannig að allar kröfurnar eru á árangur sama hvað það kostar? EN það má heldur ekki horfa framhjá því að það er erfitt fyrir sum lið að fá leikmenn til sín. Ekki höfum við í Eyjum átt auðvelt með það síðustu ár. Ástæðurnar eru eflaust nokkrar t.d. erum við úti á landi, getum ekki boðið sömu laun og liðin í Reykjavík (ætli kostnaðarmunurinn á ÍBV og Val í karlaboltanum t.d. sé ekki svona 1,2 - 1,5 milljónir á viku), menn geta ekki verið að fá frí frá vinnu yfir sumarið til að fara út í Eyjar og svona mætti áfram telja.

Auðvitað væri best ef að menn gætu altaf að svona 70-80% spilað á leikmönnum sem eru þannig séð heimamenn og að mestu leyti uppaldir alla sína hunds og kattartíð í sama liðinu - en því miður er það ekki raunveruleikinn. - Liðin á landsbyggðinni hafa farið verr út úr þessari þróun sem verið hefur að eiga sér stað, það lið sem best virðist halda haus um þessar mundir er ÍA og er það ánægjulegt - en þarna er ég að tala um fótboltann en ég sé eins og allir aðrir að þróunin í körfunni er slæm, það er nú t.d. ekki mikið um heimamenn hjá mínum mönnum í úrvalsdeildinni úr Stykkishólmi, en væri menn með ef ekki hefði verið lögð ómetanleg sjálfboðavinna í að náð í þessa leikmenn?

Hefði kosið að þjálfari Þórs hefði treyst þeim leikmönnum sem að hann er að þjálfa - er viss um að þeir hefðu ekki brugðist honum og hann hefði staðið teinréttur uppi eftir mót og verið meira metinn sem þjálfari, en vona reyndar svo sannarlega að leikmenn Þórs bregðist honum ekki.

http://fosterinn.blog.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...