Míla og Geisli skrifa undir samstarfssamning

23.Janúar'08 | 13:00

Geisli

Míla ehf. og Geisli ehf. hafa gert sín á milli samstarfssamning þess efnis að Geisli taki að sér að þjónusta fjarskiptakerfi Mílu í Vestmannaeyjum.  Samningurinn mun hafa í för með sér aukin verkefni fyrir fyrirtækið Geisla og stuðla að auknum vexti þess.  Þessi tilhögun mun vonandi skila sér í bættri þjónustu þar sem starfsemin verður nú öll á staðnum og fleiri starfsmenn koma að þessum málum, en 15 manns starfa nú hjá Geisla. 

"Við lítum framtíðina björtum augum og teljum að þessi samningur muni gera báðum fyrirtækjum kleift að bæta þjónustuna hér á svæðinu til muna.  Þetta muni verða heilladrjúgt samstarf fyrir bæði Mílu og Geisla. Samningurinn mun ekki síst gera Geisla kleift að vaxa enn frekar með auknum verkefnum." Segir Þórarinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Geisla. 

 "Ég er sannfærður um að þjónusta við viðskiptavini Mílu á eftir að styrkjast við þessa breytingu. Míla er með starfsemi á 12 stöðum á landinu.  Við höfum verið að straumlínulaga starfsemina og höfum farið þá leið að vinna með verktökum í ákveðnum tilvikum í stað þess að vera með starfsemi í hverju bæjarfélagi. Það hefur gengið mjög vel." Segir Páll Á. Jónsson. 

Fyrirtækið Geisli hefur starfað í rúm 34 ár, en það var stofnað í október 1973, þegar hreinsun Vestmanneyjarbæjar í kjölfar eldgossins í Heimaey var lokið og Viðlagasjóður hafði sleppt hendinni af öllum rekstri í bænum. Kjarnastarfsemi Geisla hefur frá upphafi verið almenn rafverktaka starfsemi, ásamt þjónustu við bátaflotann, viðgerðir á fiskileitar og siglingatækjum og öðrum rafkerfum.  Geisli hefur haft samning við Mílu varðandi umsjón með þjónustu við sæstrenginn Cantat sem kemur á land um Vestmannaeyjar.

Míla ehf. rekur fjarskiptanet um allt land.  Fyrirtækið er í eigu Skipta hf. og var nýlega skilið frá Símanum. Kjarnastarfsemi Mílu er að byggja upp og reka traust og öflugt fjarskiptanet á Íslandi.  Önnur fjarskiptafyrirtæki tengjast þessu neti í gegnum mismunandi lausnir. Hlutverk Mílu er að selja lausnir sínar til fyrirtækja og stofnana sem stunda fjarskiptastarfsemi. Míla sérhæfir sig m.a. í rekstri og ráðgjöf vegna fjarskiptakerfa, aðstöðuleigu fyrir upplýsingatækni og ýmsa þjónustu við dreifikerfi. 

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.