Í gegnum störf mín hjá Viðlagasjóði kynntist ég best hvílíkt afrek var unnið við að bjarga mönnum og mannvirkjum

23.Janúar'08 | 06:22

Björn Bjarnason

Í tilefni að í dag eru 35 ár liðinn frá upphafi eldgossins á Heimaey þá sendum við eina spurningum á nokkra þekkta einstaklinga í samfélaginu. Svörin við þessari spurningum munum við birta á næstu dögum.

Spurningin er þessi:

 

Manstu hvar þú varstu staddur þegar þú fréttir að byrjað væri að gjósa á Heimaey?
Ég var að vinna hjá Almenna bókafélaginu á þessum tíma og hlustaði á fréttir um þessi stórtíðindi í útvarpi og fylgdist síðan vel með þeim allan daginn og næstu daga. Á árinu 1974 fór ég til starfa í forsætisráðuneytinu og kom það í minn hlut að vera tengiliður af þessu hálfu við þá, sem unnu hjá Viðlagasjóði, sem stofnaður var vegna gossins og heyrði á þeim tíma undir forsætisráðuneytið. Má segia, að í gegnum þau störf hafi ég kynnst því best, hvílíkt afrek var unnið við að bjarga mönnum og mannvirkjum og stöðva rennsli hraunsins.

Mér þótti vænt um, að við lyktir starfanna vegna Viðlagasjóðs, var mér gefinn stútur af einni slöngunni, sem notuð var til að kæla hraunið og skipar hann virðulegan sess í vinnustofu minni í heimili mínu.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.