Vonbrigði hingað til...

23.Janúar'08 | 12:13
Sem betur fer erum við komnir í milliriðla...eða hvað ? Það er langt síðan að maður hefur séð svona lélegan sóknarleik hjá íslenska landsliðinu, sérstaklega þar sem þetta hefur ekki verið vandamál í gegnum tíðina. Ég er búinn að vera frekar svekktur að sjá leikina undanfarið og hef haft það á tilfinningunni að við séum eina liðið í keppninni sem hafi voðalega lítinn áhuga á því að verða Evrópumeistari. Alveg stórskrítið að sjá þetta hjá handboltalandsliðinu sem hefur svona verið okkar andlit í hópíþrótt síðustu tuttugu ár...alla vega verið nánast með tíu til fimmtán bestu þjóðum heims. Ég finn það á mér að þetta eigi ekki eftir að lagast þótt mig langi svo sannarlega að hafa vitlaust fyrir mér í þeim málum.
Það eru margir leikmenn þarna inná sem eru að mínu mati að gera þetta einfaldlega skyldunar vegna og það er hræðilegt að sjá...bara alveg. Mig langar ekki að nefna nein nöfn enda hefur það ekkert uppá sig og er bara til að gera umræðuna neikvæðari. Ég vona innilega að við náum að snúa þessari miklu niðursveiflu við áður en við gerum lítið úr öllum þeim væntingum sem að íslenska þjóðin hefur gert gagnvart liðinu...þar á meðal ég. Það vantar svo sannarlega ekki góða leikmenn en ef að hausinn er í ekki í lagi skipta hæfileikar engu máli...sama hver á í hlut. Það yrði frábært fyrir Ísland ef við myndum vinna bæði Spánverja og Þjóðverja þrátt fyrir að það sé afar fjarlægður draumur. En við sjáum hvað gerist...

Bið að heilsa í bili og verum dugleg að senda jákvæða strauma út þrátt fyrir að þessi pistill sé það ekki !

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...