Fórum oft kannski aðeins fram úr okkur á ýmsum sviðum en það skilaði ágætis árangri

22.Janúar'08 | 13:54

Hlynur Sigmarsson

Eins og flestir vita stendur yfir EM í handbolta og er mótið að þessu sinni haldið í Noregi. Eyjamaðurinn Birkir Ívar Guðmundsson stendur á milli stanganna hjá landsliðinu en annar eyjamaður kemur er ekki svo fjarri en það er Hlynur Sigmarsson. Hlynur er í stjórn HSÍ og rekur hann einnig vefinn www.handbolti.is og svo tók Hlynur að sér að skipuleggja stuðningsmanna gleðina fyrir leiki Íslands.

Eyjar.net sendu nokkrar spurningar á Hlyn og forvitnuðumst við aðeins um EM í handbolta, handbolti.is og spurðum hann úti í gengi ÍBV í handboltanum í vetur.

Nýverið opnaðir þú vefsíðuna www.handbolti.is og hvernig hafa fyrstu vikurnar gengið og hvernig eru viðtökurnar?
Þær hafa verið góðar, en ég er nú þannig að ég vill alltaf meira og get verið nokkuð ósanngjarn oft í þeim efnum.  Þetta er eins og allt vinna og tekur tíma að koma vefnum inn hjá fólki og ná vonandi góðri aðsókn.

Er þetta orðið að fullri vinnu hjá þér?
Nei, þetta er algjört hobby.  Nú er ég kominn með einnig þrjá unga drengi sem ætla sér að leggja síðunni lið.  Ég vona það að þeir eigi eftir að koma sterkir inn til að gera þessa síðu enn öflugri og langlífri.

Nýverið reyndir þú að fá til Íslands stóran handboltaleik í þýskudeildarkeppninni, hvernig endaði það verkefni?
Ég hefði nú bara eiginlega engan tíma til að fara í þetta verkefni.  Þreifaði hjá örfáum fyrirtækjum en fékk því miður ekki jákvæðar viðtökur varðandi gott fjárhagslegt framlag í þennan leik og því fór ég aldrei með þetta mál lengra.  Nú er búið að færa leikinn á aðra dagsetningu og þá í Þýskalandi þannig að væntanlega fer hann fram þar.

Er stuðningur fyrirtækja minni við handboltann en fótboltann?
Eflaust að einhverju leiti.  Samt sem áður er fyrirtæki að koma myndarlega inn í handboltann t.d. hjá mörgum félagsliðum og einnig nú hjá HSÍ.  Held að fyrirtæki séu farin að sjá hve vel það skilar sér að leggja handboltanum lið og gera við félögin öflugan samstarfssamning.

Nú varst þú lengi í framvarðarsveit ÍBV í handbolta og náði ÍBV góðum árangri á þeim tíma, hver var galdurinn á bak við árangurinn?
Góður hópur fólks sem var tilbúið að leggja á sig mikla vinnu,  heppni með leikmenn og fín stemming í bæjarfélaginu og hjá fyrirtækjum.  Fórum oft kannski aðeins fram úr okkur á ýmsum sviðum en það skilaði ágætis árangri en ýmislegt annað sem mætti betur fara.  Sama á t.d. með ráðið sem er núna, þar fer gott fólk sem tilbúið er að leggja á sig mikla vinnu

Ertu sáttur við stöðu ÍBV í handbolta í dag?
Eins og ég sagði áðan er handboltinn í góðum höndum fórnfúsra einstaklinga sem hafa ÍBV merki í hjartastað.  Auðvitað er árangurinn ákveðin vonbrigði enda töluverðu tjaldað til að búa til öflugt lið með því að ráða góðan en dýran þjálfara og nokkra erlendra leikmenn.   Einhvern veginn hefur bara árangurinn ekki alveg dottið okkar megin í vetur og kannski ekki eins heppin með leikmannamál heldur.  Ég vona og trúi því að við komum betri stemmdir til leiks nú eftir áramót og förum að hala inn stigin.  Þá er ég ánægður með þetta ráð að það ætli sér að vera með kvennalið á næsta vetri og er sú vinna víst komin á fullt og er það vel.  Ég er þess fullviss um þessi öflugi hópur á eftir að gera fína hluti fyrir handboltann í Vestmannaeyjum í framtíðinni.


Nú er í gangi EM í handbolta og eigum við eyjamenn einn leikmann í landsliðshópi Íslands, hvernig heldurðu að Birkir Ívar eigi eftir að standa sig?
Ég hef trú á Birki Ívari, hann hefur verið að vaxa sem leikmaður og Þýskalands dvölin hefur gert honum vel.  Hann er mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu og mikilvægt að hann standi sig vel.

Hvað heldurðu að Íslenska landsliðið nái langt á EM í Noregi?
Þrátt fyrir ófarir í byrjun hef ég trú á að við vinnum þrjá næstu leiki og spilum í undanúrslitunum á laugardag.  Þá getur allt gerst :)  Eins og ég sagði áðan, þá er bjartsýni oft mikil hjá mér og stundum skortir mér raunsæið :) En við spyrjum að leikslokum.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.