Hvað lognið getur nú farið hratt yfir ...

16.Desember'07 | 08:43

Svenni

Það hvín svolítið í hjá mér þessa dagana. Fjölskyldan tók upp á því nýverið að flytja úr austurbænum og upp í skeifu. Nánar tiltekið upp á Smáragötu og er ég því kominn á æskuslóðir. Ég var mjög ánægður með þessar breytingar, enda vanur veðráttunni hérna uppfrá. Hinsvegar brá konunni svolítið við fyrstu hvellina. Ég sagði henni kokhraustur að þetta veður kæmi nú afar sjaldan. Það væri auðvitað vindsamara svona ofarlega í bænum en þú færð útsýnið í staðinn (sem er ómótstæðilegt)

Síðan hafa hvellirnir orðið nokkuð margir og við höfum fengið hviður fyrir allan peninginn...

Í dag hafa verið stöðugar fréttir af óveðrinu sem gengið hefur yfir landið. Bein útsending úr Skógarhlíðinni þar sem höfuðstöðvar björgunarsveitanna eru. Skipt í vesturbæinn, upp í Breiðholt og út á Nes. Allt að gerast, þak að fjúka, tré að brotna og lausamunir út um allt fjúkandi. Dramatíkin rosaleg. Fréttamenn út um víðan völl, ná varla að standa í lappirnar þar sem þeir öskra í míkrafóninn til að það heyrist eitthvað í þeim. Og svo fór IKEA að leka. 

Þau eru ekki vön því að lognið fari svona hratt yfir.

http://svenko.blog.is

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.