Kennari sagður slíta fræðslu úr samhengi

15.Desember'07 | 07:31

Barnaskóli

Barnaskólakennari telur fyrirlesara Alnæmissamtakanna hafa verið utan
velsæmismarka á fræðslufundi með unglingum í Vestmannaeyjum. Fulltrúi
samtakanna segir kennarann slíta orð fyrirlesarans úr samhengi.

Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri fræðsluverkefnis Alnæmissamtakanna, segir Gísla Óskarsson, barnakennara í Vestmannaeyjum, slíta orð fyrirlesara samtakanna úr samhengi í kvörtunum sínum um fræðslu sem Alnæmissamtökin veittu unglingunum í níunda og tíunda bekk í Eyjum í síðustu viku.

 

Gísli segir í bréfi sínu til Landlæknisembættisins og Árna Johnsen þingmanns að fyrirlesari Alnæmissamtakanna hafi sagt unglingunum að í kynlífi væri ekkert rangt. Aðeins skipti máli hvað unglingarnir sjálfir vildu gera. Hann tiltekur að fyrirlesarinn hafi varað unglingana við endaþarmsmökum undir áhrifum áfengis þar sem æðakerfið væri svo fínt í endaþarminum. „Þið gætuð meitt ykkur. Notið smurefni og smokkinn," hefur Gísli eftir fulltrúa Alnæmissamtakanna.

„Ég hef ekki kynnt mér þetta mál nægilega vel en það eru skiptar skoðanir um þetta meðal kennaranna. Sumir taka undir með Gísla en aðrir telja hér um einhvern misskilning að ræða," segir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja.

Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri fræðsluverkefnis Alnæmissamtakanna, var á fundunum í Eyjum. Hún segir Gísla slíta orð fyrirlesarans úr samhengi og gefa þeim þannig ranga merkingu. „Ég get alveg staðið fastar á því en fótunum að í þessum fyrirlestrum var ekki verið að hvetja unglinga til þess að gera eitthvað ósæmilegt eða misbjóða sjálfum sér á nokkurn einasta hátt," segir Birna og fullyrðir að ekkert dónalegt hafi verið sagt: „Mörgum finnst dónalegt aðnota orð eins og endaþarmsmök en ég hef ekki önnur orð yfir þessa athöfn þótt það kunni að vera til," segir Birna. Aðspurð segist hún alls ekki hafa merkt vanlíðan hjá unglingunum undir fyrirlestrunum:

„Ég talaði við umsjónarkennarann og skólastjórann á eftir sérstaklega til að hrósa þessum krökkum því ég hef hvergi fyrirhitt jafn stóra hópa unglinga sem hafa verið jafn kurteisir og elskulegir og þessir hópar í Vestmannaeyjum."

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).