Eyjamenn ætla að fjölmenna á leik Reynis og Þróttar
28.September'07 | 07:17Um hundrað stuðningsmenn ÍBV sem eru búsettir í Reykjavík ætla að fjölmenna á Sparisjóðsvöllinn í Sandgerði í dag og hvetja Reynismenn gegn Þrótti.
Á heimasíðu Sandgerðisbæjar er haft eftir Sverri Júlíusyni í stuðningsmannafélagi ÍBV í Eyjum að 100 manns hafi staðfest þátttöku sína og að tvær rútur muni fara með Eyjamenn á leikinn.
Þróttarar geta með stigi í leiknum tryggt sér sæti í Landsbankadeildinni að ári og því ætla Eyjamenn að styðja Reynismenn í leiknum.
Á sama tíma í dag eða klukkan 17:15 mætir ÍBV liði Fjölnis í Eyjum en Eyjamenn eru þremur stigum á eftir Þrótti og þurfa því að leggja Fjölni og vona að Reynismenn vinni Þrótt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.