Aðalfundur Eyverja var haldinn í Ásgarði í gærkvöldi.

27.September'07 | 07:11

Eyverjar

Á fundinum var auk þess kosið í trúnaðarstöður flokksins fyrir hönd Eyverja, lög Eyverja samþykkt og fleira. Nýkjörin stjórn Eyverja vill koma því á framfæri að ekkert verður slakað á í starfinu og Eyverjar koma til með að sanna það enn og aftur hversu öflug ungliðahreyfing félagið er.

Ný stjórn Everjar er þannig skipuð:

Margrét Rós Ingólfsdóttir var endurkjörin formaður Eyverja en nýja stjórn Eyverja skipa auk Margrétar, Silja Rós Guðjónsdóttir varaformaður, Sindri Viðarsson gjaldkeri og Ragna Kristín Jónsdóttir ritari. Meðstjórnendur voru kjörnir Bjarni Halldórsson, Bragi Magnússon, Finnbogi Friðfinnsson, Haraldur Pálsson, Helena Björk Þorsteinsdóttir, Leifur Jóhannesson og Óttar Steingrímsson.  

Stjórn Eyverja hvetur jafnframt alla þá sem hafa áhuga á því að starfa með félaginu að setja sig í samband við stjórnarmeðlimi.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...