Vill heilbrigðisþjónustu til sveitarfélaga

25.September'07 | 06:32

Hjalti þór vignisson

„Ég held að til lengri tíma sé betra ef sveitafélögin taka að minnsta kosti við hluta af heilbrigðisþjónustunni og að það verði gert með sama hætti og gert var með grunnskólana. Að málaflokkurinn sé fluttur yfir og einhverjir tekjustofnar með," segir Hjalti Þór Vignisson, sveitarstjóri Hornafjarðar.

Ríkisendurskoðun skilaði í byrjun þessa mánaðar niðurstöðum stjórnsýsluúttektar sinnar á þjónustusamningi sem er í gildi milli sveitarfélagsins og heilbrigðisráðuneytisins um heilsugæslu og öldrunarþjónustu. Þar kom fram að stofnunin teldi ekki endilega að samningurinn þjónaði fjárhagslegum hagsmunum ríkisins betur en ef það sæi sjálft um reksturinn. Veigamesta aðfinnsla Ríkisendurskoðanda sneri að gæðaeftirliti sem hann taldi ábótavant.

Hjalti segir þó ráðuneytið einnig bera ákveðnar skyldur í þeim efnum. „Við erum til dæmis með annan samning við félagsmálaráðuneytið um málefni fatlaðra þar sem þeir leggja fram ákveðið gæðamódel sem við eigum að vinna eftir. Það væri mjög eðlilegt ef heilbrigðisráðuneytið gerði slíkt hið sama til að mæla gæði þjónustunnar alls staðar með sambærilegum hætti. Með þessu er ég ekki að bera blak af okkur fyrir að hafa ekki sett okkur gæða og þjónustumarkmið. En ríkisendurskoðandi segir beinlínis að ráðuneytið hafi ekkert skipt sér að þessu."

 Nánar í Blaðinu í dag

Tjáðu þig um málið á www.eyjar.net/spjall

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.