Vinnslustöðin óskar eftir afskráningu

14.September'07 | 12:58

VSV vinnslustöðin

Stjórn Vinnslustöðvarinnar telur félagið ekki uppfylla lengur skráningarskilyrði um fjölda hluthafa og dreifða eignaraðild og hefur farið þess á leit við Kauphöllina að hlutabréf félagsins verði tekin af markaði. Afskráningin var samþykkti á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar í gær.
Þá telur stjórnin ennfremur að lítil sem engin velta sé með hlutabréf í félaginu og ekki útlit fyrir að hún muni aukast. Vegna beins og óbeins kostnaðar sem félagið beri vegna skráningar hluta þess á
skipulagðan verðbréfamarkað þjóni hún því litlum tilgangi fyrir
hluthafa félagsins.

Eyjamenn, sem Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, fer fyrir á um fimmtíu prósent hlutafjár í Vinnslustöðinni en Stilla, félag í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjáns­sona frá Rifi, á um 32 prósent í félaginu.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.