Framsóknarmenn ganga í barndóm

14.September'07 | 18:22

Helgi Ólafsson, VKB

Framsóknarflokkurinn hefur löngum ekkert þótt höfða neitt of vel til ungsfólks. Gárungar hafa meira að segja haft það á orði að það þætti álíka merkilegt að rekast á ungan Framsóknarmann á förnum vegi og það væri að sjá hvítan hrafn.
Mér myndi hinsvegar náttúrulega aldrei detta í hug að segja neitt þvíumlíkt. En samkvæmt því sem ég hef orðið vitni að í fjölmiðlum að undanförnu sýnist mér að þeir séu að reyna að snúa því til betri vegar. Í það minnsta miðað við hvernig tveir helstu forsvarsmenn þingflokks þeirra, sveitungar mínir úr Suðurkjördæmi Guðni og Bjarni, hafa talað að undanförnu. Þeir virðast vera farnir að reyna að ná til mun yngri markhóps. Í gær sagði Guðni t.d., spurður út í afstöðu sína varðandi nýboðaðar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, að menn væru að plata. Í síðustu viku sagði Bjarni svo, um það leiti sem flestir fjölmiðlar voru að fá leið á stóra Grímseyjarferjumálinu, að ráðherra væri að skrökva. Ég hélt að fólk hætti almennt að plata og skrökva einhvertímann um 10 -12 ára aldurinn. Ég hélt að fullorðið fólk segðu annað hvort ósatt eða lygi.
Sunnlensku fóstbræðurnir, Guðni og Bjarni, virðast staðráðnir í að yngja upp í röðum Framsóknarmanna og helst vilja sína væntanlegum kjósendum græna ljósið strax í frumbernsku. Kannski að þetta sé framtíðin í pólitíkinni, að flokkarnir keppist við að tryggja sér atkvæði nýrra kjósenda nokkur kjörtímabil fram í tímann.
Það væri samt leiðinlegt. Kosningavökurnar ekkert lengur spennandi og öll kosningaúrslit búin að ráðast löngu áður í sandkössunum við leikskólana.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.