Margrét Lára bætti markametið í 4:2-sigri Vals gegn KR

13.September'07 | 19:33

Margrét Lára

Valur sigraði KR, 4:2, í Landsbankadeild kvenna í dag og er Valur nánast búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur er með 43 stig en KR 40 en markatala Vals er mun betri. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvívegis í leiknum og hefur hún skorað 35 mörk í deildinni og bætti hún þar með markametið sem hún setti sjálf í fyrra. Aðrir leikir kvöldsins eru: Fjölnir - Breiðablik, Fylkir - Keflavík og Þór/KA - ÍR. Fylgst var með gangi mála í leik KR og Vals í textalýsingu á mbl.is.

90. mín. Egill Már Markússon dómari blæs í flautu sína. Leiknum er lokið og Valur er með 43 stig en KR 40.

90 2:4 Margrét Lára Viðarsdóttir skorar fjórða mark Vals eftir skyndisókn. Þetta er 35. mark hennar í Landsbankadeildinni og bætti hún markametið sem hún setti í fyrra þar sem hún skoraði 34 mörk.

74. mín. Hólmfríður Magnúsdóttir skallar yfir mark Vals eftir hornspyrnu KR-inga.

72. mín. Guðný Björk Óðinsdóttir leikmaður Vals náði ekki að skalla að marki KR af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Margréti Láru Viðarsdóttur.

66. mín. 2:3 Hrefna Jóhannesdóttir var ekki lengi að laga stöðuna fyrir KR en hún stakk sér inn fyrir flata vörn Vals og skoraði annað mark sitt í leiknum.

65. mín. 1:3 Varamaðurinn Dagný Brynjarsdóttir skorar fyrir Val eftir laglega sókn Vals. Dagný kom inná sem varamaður skömmu áður.

57. mín. Hólmfríður Magnúsdóttir á gott skot framhjá úr opnu færi. KR er mun sterkara þessa stundina.

56. mín. Edda Garðarsdóttir tók aukaspyrnu af löngu færi og þrumaði boltanum í þverslá Valsmarksins. Fjóla Dröfn Friðriksdóttir fékk síðan boltann í vítateignum en skot hennar fór yfir.

Síðari hálfleikur er byrjaður. KR er með vindinn í bakið en það er mjög hvasst en þurrt í Frostaskjólinu.

Fyrri hálfleik er lokið, staðan er 2:1-fyrir Val gegn KR.

42. mín. Valsliðið fékk tvö fín færi á sömu mínútunni. Málfríður Erna Sigurðardóttir þrumaði boltanum í þverslánna og skömmu síðar komst Margrét Lára í opið færi en Íris markvörður KR varði vel.

38. mín. Hólmfríður Magnúsdóttir leikmaður KR kemst í gott færi en skot hennar fer yfir markið. Ásta Árnadóttir leikmaður Vals fékk gult spjald skömmu síðar.

33. mín. 1:2 Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val skorar eftir langt útspark markvarðar. Margrét slapp inn fyrir flata vörn KR og átti ekki í erfiðleikum með að skora framhjá Írisi markverði.

27. mín. Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR fær gult spjald fyrir brot.

26. mín. 1:1 Katrín Jónsdóttir jafnar fyrir Val. Rakel Logadóttir fékk sendingu upp hægri kantinn og sendi hún boltann út í vítateiginn þar sem Katrín var mætt og þrumaði hún boltanum í markið.

24. mín. Agnes Þóra Árnadóttir leikmaður KR varði skot á marklínu en það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem átti skotið.

21. mín. Rakel Logadóttir fær fínt færi en nær ekki skoti að marki eftir að Íris markvörður KR hafði misst af boltanum eftir úthlaup í vítateignum.

13. mín. Rakel Logadóttir komst ein inn fyrir vörn KR en Íris Dögg Gunnarsdóttir markvörður KR varði vel.

7. mín. 1:0 Hrefna Jóhannesdóttir skorar fyrir KR eftir snarpa sókn. Boltinn barst til Hrefnu þar sem hún lá í grasinu við vítapunktinn í vítateig Vals og náði hún að skjóta boltanum í autt markið - sitjandi.

4. mín. Olga Færseth skalla yfir markið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Hólmfríði Magnúsdóttur.

Byrjunarlið KR: Íris Dögg Gunnarsdóttir - Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Olga Færseth, Edda Garðarsdóttir, Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg, Hólmfríður Magnúsdóttir, Alicia Maxine Wilson, Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, Agnes Þóra Árnadóttir, Hrefna Huld Jóhannesdóttir, Embla Sigríður Grétarsdóttir.

Byrjunarlið Vals: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Sif Atladóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Ásta Árnadóttir, Vanja Stefanovic, Rakel Logadóttir, Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...