Í bann fyrir að vera giftur

13.September'07 | 09:44

Hermann Hreiðarsson, fyrirliði og vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, verður í banni í næsta landsleik, á móti Lettum á Laugardalsvelli laugardaginn 13. október.

Hermann fékk gult spjald þegar hann hugðist taka innkast út við hliðarlínu skammt frá hornfánanum vinstra megin. Fáir skildu hvers vegna dómarinn sýndi honum gula spjaldið enda virtist ekkert vera um að vera nema hvað hann bjó sig undir að taka innkastið.

„Ég fékk spjaldið fyrir að vera með giftingarhringinn á mér og nú verð ég í banni í næsta leik fyrir að vera giftur," sagði Hermann eftir leikinn, en hann fékk gula spjaldið á 65. mínútu leiksins.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.