Hermann og Gunnar með vírus á leikdegi.

13.September'07 | 12:18

Í gærkvöldi áttust við á Laugardalsvelli landsliðs Íslands og Norður Írlands í undankeppni EM í knattspyrnu sem fram fer á næsta ári í Sviss og Austurríki en leikurinn endaði með sigri Íslands 2-1.

En fyrir leikinn í gær var ekki víst hvaða leikmenn landsliðsins hefðu heilsu til að spila þennan mikilvæga leik. Nokkrir leikmenn liðsins höfðu fengið vírus sem olli magakveisu og hita. Byrjunarlið Íslands var ekki tilkynnt fyrr en klukkutíma fyrir leik sökum þessa.

Hermann og Gunnar Heiðar fengu báðir snert af vírusnum og sagði Gunnar Heiðar í samtali við www.eyjar.net að hann hefði átt erfitt með að halda út upphitunina fyrir leik sökum þreytu af völdum vírussins. En það virtist ekki hrjá Gunnari né Hermanni í leiknum að þeir hafi verið með magakveisu fyrr um daginn en báðir skiluðu sínu og vel það.

Myndir frá landsleiknum

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.